Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 37
IDUNN
3379 dagar úr lífi mínu.
135
salinn afhjúpaði alvarlega staðreynd. Og gamli leðursal-
inn og uppgjafafyrirvinna mammons og þjónn drottins
féllust í faðmlög eiginhagsmunanna og blessuðu burtför
mína.
Með öðrum orðum: A Islandi höfum vér tvo úrskurði
um það, að »villutrúarmaður« eða »bolseviki« megi ekki
kenna íslenzkar ritreglur. Svo barnslegur er rétttrún-
aður landa minna.
Ég þarf vitanlega ekki að geta þess við yður, sem
þekkið hjörtu og nýru peningahræsnaranna, að eftir á
stofnuðu þeir lygahringi með amerísku samábyrgðarsniði,
sem kappkostuðu að breiða það út um bæinn, að ástæð-
urnar fyrir brottrekstrinum væru alt aðrar en þær voru.
Hvað gerði nú kennarastéttin, forsjón uppeldismál-
anna, leiðtogi mentunarinnar, vörður hugsunarfrelsisins,
þegar fávísir ofstækisseggir steyttu hnefann móti andlegu
frelsi hennar? Hún lagði niður skottið eins og barinn
hundur og þagði. A Islandi eru kennarar og andlegir
fræðarar á hverju strái. En í þeirra hóp finnið þér varla
neitt göfugra en tómláta eða kjarklausa matvinnunga,
sem fæðast og deyja fyrir munn sinn og maga. Hér
lötra allir troðnar slóðir. Hér leggur enginn nýja vegi.
Hér lifa menn ekki fyrir hugsjónir.
Nú skrifaði ég geysilanga og hvass-skeytta ritgerð,
er ég kallaði Eldvígsluna. Hún birtist í málgagni jafn-
aðarmanna og var lesin í hverju húsi á Islandi.
Eftir þessi afrek hélt ég af landi burt til Svíþjóðar
og dvaldist um veturinn í Stokkhólmi. Þar las ég skáld-
rit, kynti mér stjórnmál, stúderaði sænskt »folklynne«,
Qekk í bíó og leikhús, vandi komur mínar í baðhús og
hlakkaði til endurkomu ]esú Hrists.
I öndverðum maímánuði tók ég mig upp úr höfuð-
borg Svía og lagði leið mína til Kaupmannahafnar. í