Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 32
IÐUNN
Þrjú þúsund, þrjú hundruð og sjötíu
og níu dagar úr lífi mínu.
[í vikublaði pólitískra
esperantista, sem þjóðlausa
alheimsfélagið (Sennacieca
asocio tutmonda, skamm-
stafað SAT) gefur út í
París og Leipzig, koma að
jafnaði greinar með fyrir-
sögninni Dagur úr lífi
mínu. Greinar þessar eru
flestar ritaðar af verka-
mönnum og lýsa alvinnu-
leysi, hungri og volæði eða
tilbreytingarlausu, drepandi
striti á ökrum, í verksmiðj-
um og námum auðvalds-
forkólfanna.
Við lestur þessara fá-
breyttu eymdarlýsinga flaug
mér í hug að skemta esper-
antólesendum úti um heim
Þórbergur Þórðarson. meö stuttorðri frásögn af
fróðlegu tímabili úr mínu
lífi. Ég valdi mér til frásagnar dagana frá 1. október 1918 til 1.
janúar 1928. Fyrirsögnin að ritgerð minni varð því Þrjú þúsund,
þrjú hundruð og sjötíu og níu dagar lír lifi mínu. Ritstjórinn tók
grein minni fegins hendi, birti hana í blaðinu fyrir nokkrum vik-
um og gaf henni þann vitnisburð, að ég væri einn af beztu stíl-
istum, sem ritað hefðu esperantó. Fleiri esperantólesendur og rit-
höfundar hafa vottað mér hrós sitt og þakklæti. Eg get þessa hér
af þeim ástæðum, að ýmsir Iandar mínir hafa Iagt töluvert kapp á
að telja mér og öðrum trú um, að sú vinna, er ég hefi fórnað í
esperantóleslur þrjú síðastliðin ár, bæri aldrei neinn sýnilegan