Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 38

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 38
136 3379 dagar úr lífi mínu. IÐUNN þessari pikknervösu hjólhestaborg hélt ég síðan kyrru fyrir fram undir júlílok. A daginn sökti ég mér niður í svo nefnd þjóðfræði, sökum þess að Carlsbergssjóðurinn hafði þá boðið mér ofurlítinn styrk iil þess að safna slíkum vísindum heima á Islandi. En þegar nóttin opnaði gættir atvinnufrelsisins og himinn guðs breiddi blæju einurðarinnar over Danmarks blufærdige skrænter, gekk ég mig út í Helgolandsgötu og studeraði danska alþýðu- menningu. A Islandi á ég góðan vin, sem í haust gerðist félags- maður í SAT. Hann er stórmerkilegur læknir, öflugur stjórnmálaleiðtogi og mikill vitringur. Hann lærði esper- antó til hlítar fyrir átján árum. Síðan hefir hann alt af lesið esperantóblöð og bækur. Fyrir áhrif þessa ágætis- manns byrjaði ég að læra esperantó vorið 1925. Það sumar las ég þó að eins litla kenslubók og eitt æfintýri eftir H. C. Andersen. I Stokkhólmi keypti ég mörg esperantórit, en gaf mér engan tíma til að lesa þau fræði. En þegar ég kom til Kaupmannahafnar, gagntók sú hugsun mig með brennandi sannfæringu, að ég ætti að læra esperantó eins vel og móðurmál mitt og gerast rithöfundur á alþjóðatungunni. Það var býsna margt, sem hóf huga minn til þessarar ákvörðunar. Eg upplýstist af þeirri eilífu vissu, að mitt andlega líf átti sér ekki rætur í neinum sérstökum þjóð- flokki, að allar þjóðir jarðarinnar eru undir niðri órjúf- anleg eining, og einstaklingar þeirra allra voru mér álíka hjartfólgnir. Eg sá, að það, sem einkum greinir þjóðirn- ar hverja frá annari, eru ýmsar yfirborðshneigðir og venjur og þó öllu öðru fremur hinar ólíku tungur, er þær tala. Og ég sannfærðist um, að það er árangurs- laus fásinna að boða mannkyninu »allsherjarbræðralag« á meðan þjóðflokkarnir hafa engan sameiginlegan, sýni-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.