Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 38

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 38
136 3379 dagar úr lífi mínu. IÐUNN þessari pikknervösu hjólhestaborg hélt ég síðan kyrru fyrir fram undir júlílok. A daginn sökti ég mér niður í svo nefnd þjóðfræði, sökum þess að Carlsbergssjóðurinn hafði þá boðið mér ofurlítinn styrk iil þess að safna slíkum vísindum heima á Islandi. En þegar nóttin opnaði gættir atvinnufrelsisins og himinn guðs breiddi blæju einurðarinnar over Danmarks blufærdige skrænter, gekk ég mig út í Helgolandsgötu og studeraði danska alþýðu- menningu. A Islandi á ég góðan vin, sem í haust gerðist félags- maður í SAT. Hann er stórmerkilegur læknir, öflugur stjórnmálaleiðtogi og mikill vitringur. Hann lærði esper- antó til hlítar fyrir átján árum. Síðan hefir hann alt af lesið esperantóblöð og bækur. Fyrir áhrif þessa ágætis- manns byrjaði ég að læra esperantó vorið 1925. Það sumar las ég þó að eins litla kenslubók og eitt æfintýri eftir H. C. Andersen. I Stokkhólmi keypti ég mörg esperantórit, en gaf mér engan tíma til að lesa þau fræði. En þegar ég kom til Kaupmannahafnar, gagntók sú hugsun mig með brennandi sannfæringu, að ég ætti að læra esperantó eins vel og móðurmál mitt og gerast rithöfundur á alþjóðatungunni. Það var býsna margt, sem hóf huga minn til þessarar ákvörðunar. Eg upplýstist af þeirri eilífu vissu, að mitt andlega líf átti sér ekki rætur í neinum sérstökum þjóð- flokki, að allar þjóðir jarðarinnar eru undir niðri órjúf- anleg eining, og einstaklingar þeirra allra voru mér álíka hjartfólgnir. Eg sá, að það, sem einkum greinir þjóðirn- ar hverja frá annari, eru ýmsar yfirborðshneigðir og venjur og þó öllu öðru fremur hinar ólíku tungur, er þær tala. Og ég sannfærðist um, að það er árangurs- laus fásinna að boða mannkyninu »allsherjarbræðralag« á meðan þjóðflokkarnir hafa engan sameiginlegan, sýni-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.