Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 76
174
Þjófurinn.
IÐUNN
Þelta var byrjunin.
Qísli varð brátt ótrúlega leikinn í listinni, og jafn fimur
að ná eins og að varðveita. Enginn sá hann nokkurn-
tíma með hnuplaðan mat eða leikfang. Hann var gætinn
eins og hvektur refur.
Væri hann sendur fram í bæ, kom hann altaf við í
búrinu um leið, ef þar var mannlaust. Þar var altaf
mjólkurbakki, sem súpa mátti á, brauðkaka, sem stinga
mátti í vasann, slátursneið, sem hentugt var að geyma
undir húfupottlokinu. Altaf gafst tækifæri til að njóta
þessara forboðnu ávaxta einhverstaðar í einrúmi.
Leikföngin voru erfiðari viðfangs. En Gísla óx ráð-
snilli og hugkvæmni með hverju árinu. Hann fól hornin,
skeljarnar, skrínin og ísubeinsfuglana utan vallargarðs,
eða í einhverri veggjarholu í fjárhúsunum. Svo skauzt
hann þangað nokkrum sinnum á dag og leit yfir gripina
og naut þeirra með hálfu meiri ánægju en ef þeir hefðu
verið frjálsir.
Gísli var mest á stjái við skepnur frá því að hann var
7 ára og til fermingaraldurs. En engan tíma árs var
þvílík hátíð í huga hans eins og á vorin, þegar ull tók
að losna af fénu. Það gat heldur enginn sýnt annan
eins upptíning og hann. Það var héraðskunnugt. Ekki
var hann þó fundvísari á ullarhnoðra úti um hagann en
aðrir fjárgæzlu-unglingar. Hann bar sig aðeins betur eftir
björginni — hljóp á silalega hrúta og gæflyndar ær og
tætti af þeim ullina, ef nokkurstaðar var lát á, reif og
sleit eins og grimt dýr.
í kaupstaðinn var Gísla lofað, þegar hann var á fimt-
ánda ári. Þá fyrst brást honum bogalistin.
Hann fór nokkuð einn síns liðs um bæinn — þótti
það í alla staði hentugra og öruggara. Lengi vel fyrst
áræddi hann ekki að fara inn í neina búð, honum ofbauð