Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Síða 76

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Síða 76
174 Þjófurinn. IÐUNN Þelta var byrjunin. Qísli varð brátt ótrúlega leikinn í listinni, og jafn fimur að ná eins og að varðveita. Enginn sá hann nokkurn- tíma með hnuplaðan mat eða leikfang. Hann var gætinn eins og hvektur refur. Væri hann sendur fram í bæ, kom hann altaf við í búrinu um leið, ef þar var mannlaust. Þar var altaf mjólkurbakki, sem súpa mátti á, brauðkaka, sem stinga mátti í vasann, slátursneið, sem hentugt var að geyma undir húfupottlokinu. Altaf gafst tækifæri til að njóta þessara forboðnu ávaxta einhverstaðar í einrúmi. Leikföngin voru erfiðari viðfangs. En Gísla óx ráð- snilli og hugkvæmni með hverju árinu. Hann fól hornin, skeljarnar, skrínin og ísubeinsfuglana utan vallargarðs, eða í einhverri veggjarholu í fjárhúsunum. Svo skauzt hann þangað nokkrum sinnum á dag og leit yfir gripina og naut þeirra með hálfu meiri ánægju en ef þeir hefðu verið frjálsir. Gísli var mest á stjái við skepnur frá því að hann var 7 ára og til fermingaraldurs. En engan tíma árs var þvílík hátíð í huga hans eins og á vorin, þegar ull tók að losna af fénu. Það gat heldur enginn sýnt annan eins upptíning og hann. Það var héraðskunnugt. Ekki var hann þó fundvísari á ullarhnoðra úti um hagann en aðrir fjárgæzlu-unglingar. Hann bar sig aðeins betur eftir björginni — hljóp á silalega hrúta og gæflyndar ær og tætti af þeim ullina, ef nokkurstaðar var lát á, reif og sleit eins og grimt dýr. í kaupstaðinn var Gísla lofað, þegar hann var á fimt- ánda ári. Þá fyrst brást honum bogalistin. Hann fór nokkuð einn síns liðs um bæinn — þótti það í alla staði hentugra og öruggara. Lengi vel fyrst áræddi hann ekki að fara inn í neina búð, honum ofbauð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.