Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 48
146
Alþýðan og bækurnar.
IÐUNN
felt langa daga, vikur og mánuði. Þeir hafa leitað hvíldar
og unaðar við annarleg störf. Páll Melsteð og Esphólín
hafa aftur fundið hvíld og yndi við sagnverk sín. Því
er stíll þeirra allur annar.
Vélamenning nútímans heldur fram verkskifting og
einhæfni sem nauðsyn menningarinnar. Hún tignar hinn
einhæfa sérfræðing sem fyrirmynd á öllum sviðum. Hún
gleymir því, að á andans sviði og sérstaklega á sviði
ritstarfanna verður hinn einhæfi oftast hinn óhæfi. Til
þess að verða góður rithöfundur, í hvaða grein sem er,
þarf margháttaða lífsreynslu og mannþekkingu. Það hefir
gert skáldskap St. G. St. þróttmeiri og sannari, að hann
var »löngum Iæknir« sinn, »lögfræðingur, prestur«.
Þessi einhæfnisstefna er að verða allsstaðar ráðandi.
Allsstaðar eru hinir »sérfróðu« ómissandi og »óskeikulir«.
Ekkert verk má hefja, nema með forstöðu sérfræðings,
sem stundum hefir orðið að hinum verstu slysum.
Þessa gætir ekki síður í andlegum efnum. Bjarni
heitinn frá Vogi fékk þessa stefnu á endanum í raun
veru viðurkenda af þinginu. Hann fékk fram ótal bitlinga
handa mönnum »til þess að N. N. mætti gefa sig allan
við skáldskap« eða »allan við listum«, »allan við fræð-
um sínurn* eða »ritstörfum sínum«. Hann kom æskunni
til að trúa því, að skáldið ætti að vera skáld og
annað ekki, að fræðimaðurinn og listamaðurinn mættu
ekki vinna sér brauð við annarleg störf. Eg veit, að
honum hefir gengið gott til. En ekki verður óþarfara
verk unnið, en að gera skáldskap og listir að brauð-
striti, og fá unga menn til að selja hugsjónir sínar.
Eg hefi bent á það hér að framan, hversu lítinn þátt
sérfræðin á í bókmentum okkar. I heimi lista og vísinda
má benda á hið sama. Michael Angelo og Leonardo