Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 40
138
3379 dagar úr Iífi mínu.
IÐUNN
við um dagana. Og í krafti þessarar sannfæringar hóf
ég esperantónám mitt þegar í stað á nýjan leik. í Kaup-
mannahöfn hitti ég nokkra hjálpfúsa esperantista. Meðal
þeirra reyndi ég fyrst að tala esperantó. Og þar sótti
ég um aðgang að alþjóðaþingi esperantista í Edinborg.
Haustið áður hafði ég gerst meðlimur í alþjóðafélaginu.
í Edinborg dvaldist ég í fjórtán daga. Fundarhöldin
þar tel ég eina hátíðlega atburðinn í lífi mínu. Hvílíkur
hátíðleiki og hrifning! Þvílíkur eldmóður og einingar-
krafíur hafði mig aldrei órað fyrir að dulist gæti í
brjóstum dauðlegra manna. Þar var saman komið fólk
frá 36 þjóðum úr öllum álfum veraldarinnar. Allir töluðu
eina tungu. Og þar skildu allir alla. Þetta einfalda,
skýra, hreimfagra mál, sem hljómaði í fundarhöllinni,
skemtisölunum, matsöluhúsunum, gangstéttunum, spor-
vögnunum, járnbrautarlestunum og skemtiskipunum, snart
mig eins og innsýn í nýja víðáttu.
Ur hinni fögru höfuðborg Skota hélt ég heim til
Reykjavíkur, og þar hefi ég dvalist lengstum síðan.
Hversdagsstörf mín eru að öllum jafnaði falin í því að
skrifa ritgerðir um þjóðfélagsmál, trúarleg efni eða
esperantó í blöð og tímarit jafnaðarmanna, að safna
þjóðfræðum og orðum úr alþýðumáli, að kynna mér
stjórnmál, trúarbrögð, heimspeki og skáldskap. Síðustu
tvö árin hefi ég varið sérstaklega miklum tíma í lestur
esperantórita. Það er ásetningur minn, eins og að framan
getur, að rita alþjóðatunguna eins vel og móðurmál mitt.
En það er íþrótt, sem er Islendingum erfiðari en t. d.
Frökkum, Englendingum eða Þjóðverjum, sökum þess
að íslenzk tunga er ærið frábrugðin þeim málum, sem
einkum eru fyrirmynd að esperantó. Það er og slæmur
þröskuldur í vegi esperantónáms hér á landi, að við
eigum engar esperantóorðabækur. En nú vinnum við