Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 16
114
Gráni.
IÐUNN
Og það var jafnsnemma að ég heyrði Grána lölta
burtu og Einar kom inn.
Einar settist í sæti sitf, andspænis mér, hann horfði
á mig og sagði: »Þú ert ekki svo vitlaus strákur, Þórir,
þú vissir að ég var í hesthúsinu áðan, var það ekki?«
Eg gat ekki neitað því.
»Þú hefir kannske einhvernfíma kvaft vin þinn«, sagði
hann. Svo ræskti hann sig, þreif pennann og fór að
hamast að skrifa.
Daginn eftir var Einar órólegur, og það kom ekki
oft fyrir. Það er kannske of mikið að segja, að hann
væri órólegur, en ég tók samt vel eftir því, að hann
þjáðist. Hann var alt af að líta á klukkuna. Og hann
gat auðsjáanlega ekki fest sig við vinnuna, hann var að
hugsa, hugsa um vin sinn, sem átti að deyja. Mig sár-
langaði til að geta verið honum eitthvað til raunaléttis,
en ég sá engin ráð til þess.
Næsta dag um hádegi segir hann við mig: »Þegar
þú kemur frá mat, þá taktu bifreið á stöðinni, ég þarf
að skreppa suður með sjó; þú kemur með«.
Og svo ókum við suðureftir.
Kotið, þar sem Brandur bjó, stóð rétt við sjó. Hitt-
ist svo á, er við komum þar á móts við, að fjara mikil
var. Nokkuð frá kotinu, er við áttum spottakorn eftir,
hrópar Einar all-hastarlega: »Stöðvaðu bílinn«. Eg leit
á Einar, og sá þá í fyrsta og síðasta sinn, að honum
var brugðið. Hann starði niður að sjónum, og var ým-
ist að hann setti dreyrrauðan eða hann fölnaði, og voru
umskiftin allsnögg. Mér datt þegar í hug, að hann væri
fárveikur, væri að fá slag, og varð ákaflega hverft við.
»Er yður ilt«, sagði ég og stóð upp. Bílstjórinn spratt