Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 16

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 16
114 Gráni. IÐUNN Og það var jafnsnemma að ég heyrði Grána lölta burtu og Einar kom inn. Einar settist í sæti sitf, andspænis mér, hann horfði á mig og sagði: »Þú ert ekki svo vitlaus strákur, Þórir, þú vissir að ég var í hesthúsinu áðan, var það ekki?« Eg gat ekki neitað því. »Þú hefir kannske einhvernfíma kvaft vin þinn«, sagði hann. Svo ræskti hann sig, þreif pennann og fór að hamast að skrifa. Daginn eftir var Einar órólegur, og það kom ekki oft fyrir. Það er kannske of mikið að segja, að hann væri órólegur, en ég tók samt vel eftir því, að hann þjáðist. Hann var alt af að líta á klukkuna. Og hann gat auðsjáanlega ekki fest sig við vinnuna, hann var að hugsa, hugsa um vin sinn, sem átti að deyja. Mig sár- langaði til að geta verið honum eitthvað til raunaléttis, en ég sá engin ráð til þess. Næsta dag um hádegi segir hann við mig: »Þegar þú kemur frá mat, þá taktu bifreið á stöðinni, ég þarf að skreppa suður með sjó; þú kemur með«. Og svo ókum við suðureftir. Kotið, þar sem Brandur bjó, stóð rétt við sjó. Hitt- ist svo á, er við komum þar á móts við, að fjara mikil var. Nokkuð frá kotinu, er við áttum spottakorn eftir, hrópar Einar all-hastarlega: »Stöðvaðu bílinn«. Eg leit á Einar, og sá þá í fyrsta og síðasta sinn, að honum var brugðið. Hann starði niður að sjónum, og var ým- ist að hann setti dreyrrauðan eða hann fölnaði, og voru umskiftin allsnögg. Mér datt þegar í hug, að hann væri fárveikur, væri að fá slag, og varð ákaflega hverft við. »Er yður ilt«, sagði ég og stóð upp. Bílstjórinn spratt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.