Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 77
IÐUNN
Þjófurinn.
175
alt þar inni. En hann sá, að það var engin fjárvon, að
hafast altaf við utan veggja og tók því rögg á sig, gekk
inn í járnvöruverzlun, kvaðst vilja kaupa vasahníf.
Verzlunarþjónn kom með mikla hrúgu hnífa fram á
borðið og vék sér síðan eitthvað frá.
Gísli horfði um stund á hnífana, greip einn eftir
annan og kreisti þá fast. Svo stakk hann á sig þeim
fyrsta með fádæma snarræði. Gerði svo nokkurt hlé og
leit yfir hrúguna. Þá hvarf annar og þriðji niður í vas-
ann. Og við hvern hníf óx græðgin. Það greip hann
einhver veiðiofsi. Hann sópaði einum eftir annan í vas-
ana. jafnframt voru augu hans eins og leiftur um búð-
ina. Enginn virtist taka eftir þessu. En hann varaðist
ekki töfraútbúnað verzlunarinnar. I hurðinni inn að skrif-
stofunni var ofurlítið kringlótt gler. Innan við það hafði
maður staðið um hríð og horft á aðfarir Gísla.
Þessi maður kom nú til hans og spurði dálítið hvat-
skeytslega:
— Hefurðu peninga fyrir alla þessa hnífa, sem þú ert
búinn að taka?
Gísli hrökk við. Þetta var í fyrsta sinn, að hann var
staðinn að verki. Enginn var honum snjallari í að stela
og fela. En hann kunni ekki að bregða í skyndi yfir sig
sakleysishjúp hins reynda þjófs. Hann stóð hreyfingar-
laus og glápti framan í kaupmanninn. Það var ekki glóra
af hugsun í höfði hans.
Kaupmaðurinn gerðist óþolinmóður og svipþungur.
— Skilaðu öllum hnífunum tafarlaust, og snautaðu
síðan burt! Þér skal verða leyft það, þó að þú ættir
annað skilið.
Gísli glápti enn — sagði ekki orð. Hann hafði aldrei
verið krafinn um þýfi og vissi ekki, hvernig átti að