Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 63
IÐUNN
Frádráttur.
161
margfaldað með 2,44 (gildi þess, sem á vanst á barn),
er upphæðin 817,40 $. Kostnaður var (áætlaður hlut-
failslega):
Fyrir prófblöð (mælikvarða)......... 33,50 $
Laun ráðunauta....................... 200,00 $
Skrifstofukostnaður................. 100,00 $
333,50 $
Mismunur tilkostnaðar og ágóða er 483,90 $.!)
Margt fleira var það, sem þessar ranr.sóknir og aðrar,
sem síðan hafa farið fram, leiddu í ljós. Arið 1926 var
einnig borin saman kunnátta barna við það, sem hún
hafði verið árinu áður í skólunum, sem þá voru komnir
undir umsjón ráðunautanna. Upphaflega ástandið í lestri
var þannig, að börnin voru 0,38 úr deild1 2) á eftir, en
ári síðar voru þau mæld á sama mælikvarða og reynd-
ust þá 0,63 úr deild á undan hinu ákveðna meðallagi.
í reikningi og stafsetningu varð og mikil framför.
Þetta var meðalframför fjölmargra skóla. En auðvitað
mældust þeir mjög misjafnlega. Þeir, sem bezt mældust
í lestri, voru t. d. 16 mánuðum á undan, en þeir, sem
verst mældust, voru 10,1 mánuði á eftir hinu ákveðna
meðallagi.
Hvernig stóð nú á þessum mikla mun á skólunum?
Sú spurning virtist liggja beint við, enda var margt gert
til þess að leysa úr henni.
Þannig fer jafnan að afstöðnum mælingum vits og
1) Hverjum manni er heimilt að homa heim til mín og sjá
skýrslurnar, sem þessar tölur eru teknar úr, svo og aðrar tölur,
sem hér fara á eftir.
2) Meðalbarni eru ætluð 6 ár í barnaskóla, 10 mán. árl., er
skift í tvær deildir. Prófin gera ráð fyrir vissri getu meðalbarns
í hverri hinna tólf deilda.