Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 78

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 78
176 Þjófurinn. IÐUNN snúast við þvílíkri kröfu. Hann horfði forviða og ráðþrota á kaupmanninn. Þá snaraði kaupmaður sér fram fyrir borðið og hrifsaði hvern hnífinn á fætur öðrum upp úr vösum Gísla. Hann stóð á meðan eins og væri hann gróinn við gólfið. Þegar kaupmaðurinn hafði tæmt vasana, hratt hann Gísla út úr búðinni og skelti í lás. Gísli stóð um stund úti fyrir dyrunum og hugsaði ráð sitt. Gekk svo inn í næstu búð. Nú var hann reyndari. Hann athugaði grandgæfilega allar dyr, en sá ekki glugga í neinni þeirra. Nú fór hann varlega að öllu. Hann kom út með peningabuddu og vasaklút. Þegar Gísli fór að sýna kaupskap sinn heima, þótti mönnum hann hafa farið furðu sparlega með peninga sína. Húsbóndi hans hafði fengið honum 10 krónur. Hann kom með 5 aftur — en auk þeirra æðimarga hnífa, stóra og smáa, vasaklúta, mesta fjölda, peninga- buddur, vasaspegla, hárgreiður, munnhörpur og margt fleira. Líklega gerði Gísli aldrei annað eins glappaskot eins og að sýna þetta alt. Eftir þetta varð hann grun- samlegur. Og ný atvik fluttu mönnum vissuna. II. Þegar Gísli varð fulltíða maður, kvongaðist hann og fluttist á strjálbygðan útkjálka, í kofa, sem hann bygði sjálfur, því hann var lagtækur. Það flaug fyrir, að kofinn væri allur stolinn. Gísla leið þarna sæmilega. Hann vann mikið og var ótrúlega fengsæll á ýmislegt, sem hverju heimili er betra að hafa en ekki. A vorin stundaði hann mikið hrogn- kelsaveiðar og aflaði gífurlega jafnan. En það vildi verða strjált í sumum nelum, sem urðu á leið hans; og það

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.