Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 18
„ H A N N AFI MINN ER BÚINN AÐ FLYTJA SÉR AÐRA MÖMMU'
spurningum um bræður/systur móður sinnar,9 en rétt svör við sams konar spurn-
ingum um systkini föður fóru ekki yfir 75% fyrr en við 7 ára aldur. Hliðstæður
munur kom fram á réttum svörum varðandi bróður/systur föður- og móðursyst-
kina: 73% 6 ára barnanna nefndu réttilega móður sína sem systur móðurbróður eða
-systur, en það var ekki fyrr en við 7 ára aldur sem rétt svör við bæði spurningu um
systur móðursystur eða -bróður og spurningu um bróður föðursystur eða -bróður
náðu 75%-markinu.
Tafla 2
Hlutfall réttra svara íslenskra barna við spurningum
um systkinavensl. Einungis eru talin þau svör
þar sem viðkomandi átti í raun systur/bróður
Á barnið systur/ bróður? Á systkini systur/ bróður? Á móðir barnsins systur/ bróður? Á móður- systir/ bróðir systur? Á faðir barnsins systur/ bróður? Á föður- systir/ bróðir bróður?
4 ára 96% 32% 12% 8% _ 0% 14% _
5 ára 100% 52% 41% 40% 50% 40% 32% 33%
6 ára 100% 83% 87% 75% 73% 69% 54% 57%
7 ára 100% 86% 87% 100% 92% 86% 88% 92%
8 ára 100% 96% 94% 100% 100% 100% 94% 100%
Þrepskipt þróun
Til þess að kanna gildi tilgátu 2 um þrepskipta þróun hugtakanna var gengið út frá
röðun spurninganna eftir þyngdarstigi (skv. niðurstöðum Guttman-þrepagreining-
arinnar) og inntak allra svara barnanna kannað gaumgæfilega (eigindleg greining).
Skýrt mátti greina þrjú þrep, sem hvert hafði sín sérkenni. I samræmi við tilgátur
mínar endurspegla þrepin annars vegar vaxandi vald barnanna á rökrænum eigin-
leikum fjölskylduvensla og hins vegar stefnu frá mjög sjálfmiðaðri sýn yngstu barn-
anna á fjölskylduna til þess að ná jafnframt til fjarlægari sjónarhóla. Þrepin, sem
reyndust nátengd aldri, eru sem hér segir:
a) 1. þrep, 4-5 ára börtt
Auk spurninga um eigin móður, föður, bræður og systur, gefa börnin einungis rétt
svör við spurningum um föður og rnóður systkina sinna.
Þegar farið var ofan í saumana á réttum og röngum svörum barnanna, komu í
Ijós mjög skýr sameiginleg einkenni.
9
Eingöngu eru talin tilvik þar sem umrætt foreldri á í raun systkini af því kyni sem spurt er um.
16