Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 97
GUÐMUNDUR B. ARNKELSSON
stærðfræðiásarnir voru nátengdir og voru um 75% af dreifingu þeirra sameiginleg.
Samtals skýrðu meginásarnir tveir um 65% af sameiginlegri dreifingu prófhluta og
skólaeinkunna.
Tafla 5
Niðurstöður meginásagreiningar á einstökum prófhlutum
í samræmdum prófum og skólaeinkunnum vorið 1991
Breytur 1 2
Stærðfræði Tungumál Stærðfræði
Kjarni 1 -0,21 1,08
Kjarni2 -0,24 1,14
Algebra -0,20 1,02
Skólaeinkunn -0,07 0,96
íslenska
Stafsetning 0,93 -0,29
Ritgerð 0,94 -0,27
Málfræði 0,59 0,30
Fornbókmenntir 0,46 0,26
Skáldsögur 0,67 -0,02
Laust mál 0,57 0,08
Ljóð 0,71 -0,04
Skólaeinkunn 0,84 0,06
Skólaeinkunn í dönsku 0,82 -0,02
Skólaeinkunn í ensku 0,82 0,05
Taflan sýnir mynsturfylki (pattern matrix) fyrra úrtaksins.
Innri stöðugleiki og sérhæfi prófhluta
Það hve mikið af dreifingunni var sameiginlegt ólíkum prófhlutum í samræmdum
prófum kallar á frekari úrvinnslu. Sérstaklega er mikilvægt að vita að hve miklu
leyti prófhlutarnir eru að mæla eitthvert afmarkað svið kunnáttu og að hve miklu
leyti þeir mæla sameiginlega kunnáttu eða hæfileika. Sérhæfi prófhluta gefur til
kynna þá áreiðanlegu (reliable) dreifingu prófhluta sem ekki verður skýrð með öðr-
um prófhlutum.
95