Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 125
KRISTINN BJORNSSON
BREYTILEG SJÓNARMIÐ
OG AÐFERÐIR VIÐ
SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTU SKÓLA f 30 ÁR
/ byrjun greinarimmr er lýst upphafi sálfræðiþjónustu, helstu sjónarmiðum og starfs-
háttum. Þá er sagtfrá aðstæðum og viðhorfum sem höfðu áhrifá 30 ára tímabili. Loks er bent
á þjóðfélagslegar breytingar sem valda nýjum vanda og kalla á breytingar á starfi sálfræði-
þjónustu. Þessarifrásögn er ætlaðað lýsa stefnumörkun og leiðum við sálfræðiþjónustu hér
á landi undanfarna áratugi án þess að leggja mat á hvað sé réttast eða æskilegast.
UPPHAF
íslenskir sálfræðingar hafa löngum látið fræðslu- og skólamál til sín taka, og það
áður en nokkur formleg sálfræðiþjónusta tók til starfa. Um skeið voru t.d. skóla-
stjórar tveggja stærstu barnaskólanna í Reykjavík sálfræðingar. Ármann Halldórs-
son var skólastjóri Miðbæjarskólans 1941-1950 og Sigurður Thorlacius var skóla-
stjóri Austurbæjarskólans frá 1930 til dauðadags, 1945. Ármann þýddi ásamt
Símoni J. Ágústssyni hina ensku útgáfu C. Burts af greindarprófi Binets, og var það
nokkuð notað við athuganir á börnum í fyrstu þó ekki væri það staðlað.
Þegar dr. Matthías Jónasson kom heim frá námi árið 1945, var hann ráðinn af
menntamálaráðuneytinu til að staðla hæfileikapróf og vinna að rannsóknum á
þroska íslenskra barna. Hann fékk tvo aðstoðarmenn og var annar þeirra launaður
af Reykjavíkurborg, en með því skilyrði að skólar borgarinnar fengju nokkra þjón-
ustu. Má segja að þetta sé fyrsti vísir að sálfræðiþjónustu, og mun í því starfi aðal-
lega hafa verið sinnt þroskaprófunum og leiðbeiningum vegna barna sem áttu erfitt
með nám.
Eftir að Sálfræðingafélag íslands var stofnað árið 1954 beitti það sér fyrir því að
komið væri á reglulegri sálfræðiþjónustu, en ekki var auðsótt að fá fjárveitingar til
þeirra hluta.
Þeir sálfræðingar, sem starfandi voru á íslandi á sjötta áratugnum, sinntu
margir hverjir vandamálum skólabarna, því að stundum leituðu foreldrar til sál-
fræðinga að eigin frumkvæði með börn sín, eða skólar báðu sérstaklega um athug-
un og ráð varðandi nemendur. Voru slík verk víðast kostuð af viðkomandi sveitar-
félagi, en við þetta fengu sumir sálfræðingar dálítil kynni af þessum málum, og
stuðlaði það e.t.v. að því að auka áhuga þeirra á því að komið yrði á skipulegri sál-
fræðiþjónustu.
Haustið 1960 var svo einn sálfræðingur, Jónas Pálsson, ráðinn hjá Reykjavíkur-
borg til að byggja upp þessa starfsemi. Hann kynnti sér fyrirkomulag sálfræðiþjón-
Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 3. árg. 1994
123