Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Side 63

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Side 63
BORKUR HANSEN Það sem helst einkennir gæðastjórnun er að þeim sem starfa í stofnunum ber að líta á starf sitt sem þjónustu - þjónustu við samstarfsfólk innan stofnunar sem og við þá sem nota sér það sem stofnunin býður. Gæði eru síðan skilgreind eftir því hversu vel tekst til að fullnægja kröfum og þörfum þeirra sem þjónustan nær til. Auk þessarar áherslu er mikið lagt upp úr því að líta á starfsemi stofnunar og öll samskipti manna í millum sem ferli - ferli sem sé hægt að skoða hlutlægt, mæla og meta, breyta og bæta (sjá t.d. West-Burnham 1992 og Murgatroyd og Morgan 1993). Vinnulagið sem gjarnan er notað má líta á sem hagnýta útfærslu á vísindalegum vinnubrögðum. Lögð er mikil áhersla á að þeir sem hlut eiga að máli skilgreini þann vanda sem fengist er við hverju sinni og nái um hann sammæli. Söfnun nauðsyn- legra gagna ræðst svo af skilgreiningu vandans en niðurstöðurnar benda á ákveðn- ar lausnir. Að festa lausnir eða breytingar í sessi er svo lokaþátturinn í vinnuferlinu. Þessu til viðbótar er fólki bent á að nota ýmis tæki og tól til að afla upplýsinga og vinna úr þeim (sjá t.d. West-Burnham 1992 og Murgatroyd og Morgan 1993). Gæðastjórnun er því ákveðin hugmyndafræði sem felur í sér markviss vinnu- brögð sem tilgreina ákveðin formerki í stofnanamenningunni. Setningin „svona gerum við hlutina hér", fær þannig ákveðið inntak. Stofnanamenningin verður ekki bara sterk heldur er hún mótuð með formerkjum sem ýta undir samhent vinnu- brögð og gildismat sem beinist að því að þróa, breyta og bæta. Gæðastjórnun er hugmyndafræði sem getur stuðlað að sterkri stofnanamenningu og leiðbeint við að gera rétta hluti á réttan hátt. Af framansögðu má draga þá ályktun að hagnýtt gildi þess að nota hugtakið stofnanamenning er margvíslegt fyrir þá sem í skólunum starfa. Mikilvægi þess að skilja og vera læs á menningu síns skóla og þess umhverfis sem skólinn starfar í er ótvírætt. Það má því líta á stjórnun sem eins konar menningarmótun sem beinist að því að byggja upp hefðir - hefðir sem beinast að því að rannsaka, skoða og meta til að geta gert betur - hefðir til að stuðla að auknum gæðum - hefðir til að breyta góð- um skóla í betri skóla. Heimildir Campell, R. F., T. Fleming, L. J. Newell og J. W. Bennion. 1987. History of Thought and Practice in Educational Administration. New York, Teaclrers College Press. Daft, Richard L. 1986. Organizational Theory and Design, 2. útg. St. Paul, West Pub- lishing. Deal, T. E. og A. A. Kennedy. 1982. Corporate Cultures. The Rites and Rituals ofCorpor- ate Life. Reading (Mass.), Addison-Wesley. Fullan, Michael. 1982. The Meaning of Educational Change. Teachers College Press. Hoy, W. K. og C. G. Miskel. 1991. Educational Administration. Theory, Research and Practice, 4. útg. New York, McGraw-Hill. Murgatroyd, S. og C. Morgan. 1993. Total Quality Management and the School. Buck- ingham, Open University Press. 61
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.