Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 100

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 100
SAMRÆMD LOKAPRÓF GRUNNSKÓLA Einstakir prófhlutar skipa sér á svipaðan hátt í undirliggjandi þætti og prófin í heild sinni. Prófhlutar í stærðfræði skipa sér saman með skólaeinkunn í stærðfræði í sameiginlegan stærðfræðiþátt. Prófhlutar í samræmdu prófi í íslensku skipa sér í tungumálaþátt með skólaeinkunnum í íslensku, dönsku og ensku. Einstakir próf- hlutar og skólaeinkunnir eru misgóðir mælikvarðar á tungumálaþáttinn. Þannig skýrir hann yfir 80% af stafsetningar- og ritgerðarhluta íslenskuprófsins, en um tvo þriðju af skólaeinkunnum í íslensku, dönsku og ensku. Um 25-50% af dreifingu prófhlutanna fornbókmenntir, laust mál, málfræði, skáldsögur og ljóð skýrist af tungumálaþættinum. Sem fyrr eru þættirnir nátengdir sem gefur til kynna sam- eiginlegan þátt sem liggur til grundvallar einkunnum í þessum greinum við lok grunnskóla. Samræmdar einkunnir í stærðfræði og íslensku vorið 1991 reyndust mjög áreið- anlegar (nákvæmar). Sama gildir um einstaka prófhluta í stærðfræði, en ekki var unnt að meta áreiðanleika einstakra prófhluta í samræmdu lokaprófi í íslensku, þar sem svör við einstökum atriðum prófsins lágu ekki fyrir. Þótt prófin séu mjög áreið- anleg, mæla þau lítið umfram námshæfileika eða mjög almenna frammistöðu í námi. Þannig mælir kjarni 1 nánast ekkert umfram aðrar einkunnir og framlag ann- arra prófhluta í stærðfræði er lítið. Minna en þriðjungur af dreifingu samræmdrar stærðfræðieinkunnar er mælikvarði á stærðfræði sérstaklega. Það verður að teljast lítið miðað við hve áreiðanlegt prófið er. Þannig eru u.þ.b. tveir þriðju hlutar af dreifingu samræmdrar einkunnar í stærðfræði sameiginlegir námshæfileikum, mjög almennri námsfærni eða öðrum almennum áhrifaþáttum. Sérhæfi sam- ræmdra einkunna í íslensku er heldur meiri en þó tæpast fullnægjandi.10 Niðurstöður rannsóknarinnar gefa þannig til kynna að samræmd próf mæli fyrst og fremst almenna námshæfileika eða mjög almenna færni. Þessi færni liggur til grundvallar öllum samræmdum einkunnum og skólaeinkunnum og fer að veru- legu leyti saman við niðurstöður formlegra prófa á námshæfileikum. Þetta rýrir upplýsingagildi þeirra gagnvart grunnskólanum og nemendum hans. Upplýsingagjöf til framhaldsskóla er oft talin veigamikill þáttur í tilvist sam- ræmdra prófa (sbr. Menntamálaráðuneytið 1988) eða jafnvel aðalmarkmið þeirra (Menntamálaráðuneytið 1990). Lokapróf grunnskóla virðast hafa töluverða forspá gagnvart námsgengi og námsvali í framhaldsskólum (Jón Torfi Jónasson og Guð- björg Andrea Jónsdóttir 1992). Ekki liggja fyrir ítarlegar upplýsingar um forspá samræmdra prófa í einstökum greinum gagnvart sömu námsgreinum í framhalds- skóla (sjá þó Jón Torfa Jónasson og Guðbjörgu Andreu Jónsdóttir 1992). Takmarkað sérhæfi einkunna í einstökum námsgreinum við lok grunnskóla og hin miklu tengsl við almenna námshæfileika benda þó til þess að samræmd próf hafi aðallega al- mennt upplýsingagildi varðandi námsgengi í framhaldsskólum. 10 Erfitt er að setja fastar reglur um æskilegt sérhæfi prófa. Kaufman (1975) gerir ráð fyrir að 25% sérhæfi sé full- nægjandi hjá einstökum prófhlutum greindarprófs. Samkvæmt því væri sérhæfi prófhluta stærðfræðiprófsins ófullnægjandi, en sérhæfi stærðfræðiprófsins og íslenskuprófsins hvors gagnvart öðru fullnægjandi. Elliot (1990) gefur upp sérhæfi sambærilegra prófhluta sem er nálægt 50%, en það er mun hærra en sérhæfi sam- ræmdra prófa. Á það er að líta að samræmdum prófum er ætlað að meta kunnáttu í jafn ólíkum námsgreinum og íslensku og stærðfræði og því mætti búast við sérhæfi sem væri hærra en næst í hefðbundnum greindar- prófum. 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.