Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 47
GUÐNÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR
athugunartíma á það hve pabbinn á að vinna mörg störf einn, þannig að eina sjáan-
lega breytingin virðist sú að börnin segja að pabbinn eigi einn að vinna færri heim-
ilisstörf í lok athugunarinnar en í upphafi (F=4,28, p<0,05). Þar sem þetta á bæði við
samanburðarhópinn og tilraunahópinn, verður að skýra þetta með aldri, almennri
félagsmótun eða annarri reynslu en verkefnisþjálfuninni. Hvort þetta endurspeglar
raunverulega reynslu barnanna er ekki vitað.
Tafla 10
Meðalfjöldi heimilisstarfa (af 9) sem konan/mamman, karlinn/pabbinn
eða bæði eiga að vinna eftir kynferði, hópum og athugunartíma
Athugunartími Febrúar 1991 Maí 1992
Mamma Pabbi Bæði Mamma Pabbi Bæði
Strákar 1,9 1,2 5,7 1,9 0,83 5,9
Stelpur 2,2 1,1 5,6 1,9 0,85 6,1
Tilraunahópur 1,8 1,0 5,9 1,9 0,78 6,1
Samanburðarhópur 2,8 1,3 4,8 1,8 1,1 5,7
Heildarniðurstöður varðandi markmið 3 - að hafa áhrif á viðhorf nemenda til
ólaunaðra starfa - eru þá þær að markmiðið hafi náðst að hluta. Tilraunahópurinn
telur fleiri störf mikilvæg í lok verkefnisins en samanburðarhópurinn. Áhrifin virð-
ast vera meiri á drengi sem kemur ekki á óvart miðað við hefðbundna hlutverka-
skiptingu og hefðbundna félagsmótun kynjanna. Verkefnið virðist ekki hafa haft
áhrif á hugmyndir barnanna um það hverjir eigi að vinna heimilisstörfin á þeirra
heimilum í framtíðinni en athyglisvert er hvað börnin eru jafnréttissinnuð að þessu
leyti bæði í upphafi og í lok verkefnisins. Hugsanlega hefðu aðrar niðurstöður feng-
ist ef í stað þriðja svarmöguleikans, „bæði", hefði verið „bæði kynin jafnt". Börnin
gátu því notað þriðja valkostinn án þess að telja að kynin eigi að skipta hverju starfi
jafnt á milli sín.
Kynímynd
Að lokum var kannað hvort munur væri á kynímyndum tilraunahópsins og saman-
burðarhópsins, eða hugmyndum barnanna um það að hve miklu leyti hefðbundin
kvenlæg og karllæg „atriði" eigi við þau.
Á Töflu 11 má sjá að meðaltöl tilraunahópsins og samanburðarhópsins voru
2,82 og 2,80 á kvenlægum þáttum og 2,57 og 2,70 á þeim karlægu, sem er ekki mark-
tækur munur. Á sömu töflu sést að enginn marktækur munur kemur fram á milli
tilraunahóps og samanburðarhóps þó að gögnin séu flokkuð eftir kynferði.
45