Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 111

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 111
JÓHANNA G. KRISTJÁNSDÓTTIR marktækan) bóknámsárangur má búast við því að þeir sem bera ábyrgð á kostnaði við skólarekstur fari að hugsa sig tvisvar um: Er sérkennslan ekki bara „sóun" á al- mannafé? Væri ekki nær að láta þá sem „geta lært" njóta góðs af því fé sem varið er til sérkennslu? Nauðsynlegt er að geta brugðist við slíkum spurningum á afdráttar- lausan og skýran hátt. GAGNRÝNI HEILTÆKU SKÓLASTEFNUNNAR Á síðustu árum hefur komið fram mjög hörð gagnrýni á skipulag og framkvæmd sérkennslu víða í hinum vestræna heimi. Hreyfingar eins og heiltæka skólastefnan, sem áður var getið, og rekja má til félagslegrar réttindabaráttu, hafa sett fram hörð- ustu gagnrýnina.8 Það er ekki á stefnuskrá heiltæku skólastefnunnar að bjóða upp á fjölbreytt úr- val úrræða fyrir nemendur með sérþarfir - allt frá kennslu í almennum bekk til kennslu í sérskóla. Þess í stað er stefnt að því að leggja sérkennslu niður og móta úrræði er stuðla fyrst og fremst að félagslegri færni og leggja áherslu á félagslega þætti skólagöngunnar.9 Þessu til staðfestingar má nefna að í nýrri grein Fuchs og Fuchs (1994) er getið um níu tímaritsgreinar sem ritaðar eru af forvígismönnum heiltæku skólastefnunnar í Bandaríkjunum (inc/Msfojj-hreyfingarinnar), en í þeim kemur fram sú skoðun að sérkennsluna þurfi að endurskipuleggja og vinna beri að málinu með því að gera lítið úr áhrifum sérkennslunnar og leggja niður skipulag hennar og stétt sérkennara. Samkvæmt þessu er stefnt að því að leggja niður öll sérúrræðin, hætta að nota sérstök orð til að auðkenna þjónustuna (sérkennsluna) og síðan af- nema alla sérkennslu og sérbekki. Hitt meginmarkmið heiltæku stefnunnar er að vinna að því að nemendur nái að mynda góð félagsleg tengsl og eignist vini, og breyta viðhorfum ófatlaðra til hinna fötluðu. Þessi markmið geta áreiðanlega allir tekið heilshugar undir. Það sem nú er sett á oddinn er hins vegar æði langt frá þeim áherslum sem áður skipuðu mest rúm í gagnrýni á „hefðbundna" sérkennslu því að nú er æ sjaldnar minnst á námsárang- ur eða bóklegt nám - hinn félagslegi þáttur virðist vera í brennidepli. Reyndar hafa áhrif félagsfræðilegra hugmynda á framkvæmd sérkennslu almennt verið mjög mikil á síðustu árum og að sumu leyti hefur þeim verið fagnað þar sem þau hafa skapað ákveðið mótvægi við áhrif læknisfræði og sálarfræði á sérkennslu sem ýms- ir töldu vera of mikil (sjá t.d. Gallagher 1994). 8 Þessar skólastefnur hafa komið fram í flestum löndum sem við höfum mest samskipti við. í Bandaríkjunum eru það hreyfingar sem kallast REI (Regular Education Initiative) (sjá Gartner og Lipsky 1987), ALEM (Adaptive Learning Environment Model) (sjá t.d. Wang o.fl. 1986) og Inclusion eða Full inclusion (sjá yfirlit hjá Fuchs og Fuchs 1994). A Bretlandi má nefna hreyfingu sem kallast Whole School Approach (sjá Kristínu Aðal- steinsdóttur 1992 og Ainscow 1991 og 1992). Á Norðurlöndum hefur hreyfing sem kallast „En skole for alle" látið mest að sér kveða (sjá J. Hansen 1990 og Magne 1994). 9 ASH (The Association of Persons with Severe Handicaps) eru samtök sem vinna að málefnum alvarlega fatlaðra einstaklinga í Bandaríkjunum og eru nú í framvarðarsveit baráttunnar fyrir þessum sjónarmiðum. Þessi samtök stóðu (ásamt ýmsum öðrum) að alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var í Reykjavík í júní 1994. Hin róttæku sjónarmið koma t.d. skýrt fram hjá Stainback o.fl. (1989) og Gartner og Lipsky (1987). Sjá umfjöllun um áhrif þessara sjónarmiða hjá Davis (1989:301). REI-hreyfingin lagði áherslu á að hefðbundin sérkennsla næði ekki nægilega góðum árangri og var þá gjarnan miðað við bóklegt nám. 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.