Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Side 87

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Side 87
GUÐMUNDUR B. ARNKELSSON þessara markmiða grunnskólans, þ.e. aðeins til þeirrar kunnáttu sem birtist í úr- lausn einstakra prófatriða. TENGSL SAMRÆMDRA EINKUNNA OG SKÓLAEINKUNNA Því er stundum haldið fram að samræmd próf hafi stýrandi áhrif bæði á kennslu og einkunnagjöf (Frederiksen 1984; Ingvar Sigurgeirsson 1983; Menntamálaráðuneyt- ið 1993). Tilvist samræmdra prófa hafi þannig neikvæð áhrif og verði til þess að kennsluhættir og námsmat skólans verði einhæfara og miðist alfarið við þau verk- efni sem búast má við á samræmdu prófi.3 Slíkt gæti haft þau áhrif að tengsl skólaeinkunna við samræmdar einkunnir myndu breytast eftir því hvort samræmt próf er þreytt í sömu grein og skólaein- kunn er gefin í. Breytingar á fjölda samræmdra prófa gætu þannig haft áhrif á ein- kunnagjöf kennara í einstökum námsgreinum. Lengst af hafa samræmd próf verið haldin í fjórum greinum. Fram að 1980 voru haldin próf í sex greinum en hver nem- andi tók einungis próf í fjórum þeirra. Síðan var prófunum fækkað og allir tóku próf í íslensku, dönsku, ensku og stærðfræði. Árin 1990 til 1992 var eingöngu prófað í ís- lensku og stærðfræði, en vorið 1993 var prófunum aftur fjölgað í fjögur. Ekki er vitað hvaða áhrif fækkun eða fjölgun samræmdra prófa hefur haft á skólaeinkunnir í viðkomandi greinum. Ekki er heldur vitað hvaða áhrif breytilegur fjöldi sam- ræmdra prófa í tungumálum hefur á samræmdu prófin sem matstæki; eru prófin að mæla eðlisólíka færni eða eru þau öll að mæla sömu almennu færnina í tungumál- um? Fyrri rannsóknir benda til að umtalsverð tengsl séu á milli samræmdra ein- kunna og skólaeinkunna í sömu námsgreinum. I námsferilsathugun Félagsvísinda- stofnunar Háskóla íslands (Jón Torfi Jónasson og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir 1992) komu fram vísbendingar um tengsl samræmdra einkunna og skólaeinkunna í sömu greinum hjá nemendum fæddum árið 1969. Flestir tóku þessir nemendur samræmd próf vorið 1985. Samkvæmt athuguninni eru mjög náin tengsl milli samræmdra ein- kunna innbyrðis og við skólaeinkunnir í sömu greinum. Gerður G. Óskarsdóttir (1992) komst að svipuðum niðurstöðum við þáttagrein- ingu samræmdra einkunna og skólaeinkunna í sömu greinum. Hún athugaði úrtak 626 einstaklinga úr námsferilsathugun Félagsvísindastofnunar Háskóla Islands sem tóku samræmd próf en voru skemur en tvö ár í framhaldsskóla. Niðurstöður hennar gáfu til kynna að skólaeinkunnir væru að mæla nánast sömu kunnáttu og samræmdar einkunnir. Samkvæmt þeim mátti lýsa tengslum einkunna með tveim- ur óháðum þáttum sem skýrðu þrjá fjórðu af sameiginlegri dreifingu einkunna. Annar þátturinn var tungumálaþáttur með hátt vægi (loading)4 á samræmdar ein- 3 Slík stýring er þó ekki að öllu leyti neikvæð því að hún stuðlar að því að námskrá sé fylgt við kennsluna. Þó því aðeins að inntak samræmds prófs sé í samræmi við ríkjandi námskrá, prófað sé úr námsmarkmiðum hennar í réttum hlutföllum og kennarar viti ekki úr hvaða námsmarkmiðum verður prófað hverju sinni. Óljóst er hvort samræmdu prófin hérlendis standast slíkar kröfur. 4 Vægi vísar til tengsla einkunna (prófa) við þætti. Vægi er á kvarðanum -1,0 til +1,0, þar sem -1,0 vísar til fullkominna neikvæðra tengsla, 0,0 vísar til engra tengsla og +1,0 vísar til fullkominna jákvæðra tengsla. 85
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.