Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 76
SKIPT UM SKOÐUN
Þeir nemendur, sem eiga auðveldast með nám, fara á stúdentsbrautirnar, en veik-
asti bóknámshópurinn, af þeim sem fara í skóla, fer á iðnnámsbrautirnar.16 Ef þau
síunaráhrif, sem þarna má greina, eru mjög sterk þá mætti búast við að einhverjir
þeirra, sem hentaði bóknám, endurskoðuðu fyrirætlan sína og flyttu sig af starfs-
námsbraut á bóknámsbraut. Samkvæmt því ætti sterkasti bóknámshópurinn að
flytja sig af starfsnámsbrautunum á bóknámsbrautirnar. Hér hafa þá verið settar
fram tvær gagnstæðar spár um hvaða hópar séu líklegir til að flytja sig af starfs-
námsbrautunum tveimur. Þess vegna er ekki Ijóst hvers má vænta um samband
flutnings og námsbrauta í greiningu einkunna á samræmdum prófum. Þótt heildar-
niðurstöður sýni ekki mun á einkunnum þeirra sem flytja sig og þeirra sem ekki
gera það kemur í ljós að sterk samvirkni er á milli flutnings og námsbrauta. Hún
skýrist af því að þeir sem hafa sterkan bakgrunn virðast að öðru jöfnu flytja sig af
starfsnámsbrautunum, en þessu er öfugt farið með stúdentsbrautirnar. Þess vegna
virðist frammistaða á samræmdum prófum spá nokkuð vel fyrir um líkurnar á
flutningi, þannig að síun inn á bóknámsbrautirnar heldur áfram inni í framhalds-
skólanum. Nú mætti halda að námslok gætu komið hér við sögu, það er að segja að
þeir flyttu sig frekar af starfsnámsbrautunum sem hefðu lokið þeim en síður af stú-
dentsbrautunum, því stúdentarnir leituðu frekar í nám á háskólastigi en í annað
nám í framhaldsskóla. En þessari tilgátu verður að hafna þar sem hvorki er sam-
virkni á milli námsloka og flutnings né samvirkni á milli námsloka, flutnings og
námsbrauta (sjá Töflu 4). Það hefur komið skýrt fram að langflestir nemendur velja
bóknámsbrautir í framhaldsskóla og eins og vænta mátti velja þeir frekar þetta nám
sem eiga tiltölulega auðvelt með það. Þetta kemur varla á óvart. Hitt vekur frekar at-
hygli að þessi sía inn í bóknámið heldur áfram eftir að nám í framhaldsskóla er hafið.
FLUTNINGUR ÚR ÓLÍKUM SKÓLUM
Eins og fram kom í upphafi greinarinnar var eitt markmiða fjölbrautaskólanna að
nemendur ættu auðvelt með að flytja sig á milli brauta. Þetta virðist hafa náð fram
að ganga. Af Töflu 5 virðist sem nemendur fjölbrautaskólanna flytji sig frekar en
nemendur annarra skóla, hvort sem litið er á bóknámið (að öðru jöfnu stúdents-
brautir) eða iðnnámið. Hlutföllin í flokknum „annað starfsnám" eru svipuð, en þar
eru hóparnir litlir og samanburður að flestu leyti óraunhæfur.
I ljósi þess, sem að framan hefur verið rakið um tengsl einkunna og flutnings, er
vert að skoða samband einkunna, brauta og flutnings. Þetta er gert á Mynd 3, sem
sýnir hlutfall nemenda sem flytur sig þegar þeim hefur verið skipt í hópa eftir
einkunnum þeirra á samræmdum prófum grunnskóla. Súlurnar sýna fjóra stærstu
flokkana í Töflu 5 og auk þess meðaltal fyrir hvern hóp. Mynd 3 (súlan: Alls) sýnir að
flutningur er hlutfallslega mestur í hópi nemenda sem hafa einkunnir á bilinu 4-5.
Myndin sýnir einnig svo að ekki verður um villst að munur á fjölbrautaskólum og
iðnskólum kemur fram í öllum einkunnaflokkum og staðfestir að sterkt bóknáms-
fólk flytur sig í talsverðum mæli af iðnbrautunum, ekki síst í fjölbrautaskólunum.
16 Það ber að hafa hugfast að hér er alltaf vísað í meðaltöl fyrir hópa, en dreifing einkunna er mikil í öllum hópum.
74
i