Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Page 20
, HANN AFI MINN E R BUINN A Ð FLYTJA SER AÐRA MOMMU"
3. rammi
Ari 6:5.
S: Á pabbi þinn systur? (=2).
A: Hann átti einu sinni systir en hún er
bara búin að flytja.
S: Og á hann þá enga?
A: Nei.
heiman eru gjarnan sögð eiga mömmu/
eða eiginkona (sjá dæmi í 1. ramma).
Sp: Á hann Einar afi þinn börn?
Jóhanna (4 ára): „Nei, hann á bara
mömmu. Hann er nýbúinn að flytja sér
aðra mömmu."
Við eftirgrennslan kom í ljós að
amma Jóhönnu hafði látist fyrir ári síð-
an og Einar afi hennar var nú nýkvænt-
ur öðru sinni, barnlausri konu á sex-
tugsaldri. Það er sem sé ekki nauðsyn-
legt að eiga barn til þess að vera mamma
einhvers!
Langflest barnanna á 1. þrepi sögðu
annaðhvort að afinn og amman í brúðu-
fjölskyldunni væru ekki pabbi og
mamma neins, eða „ég veit það ekki" (sjá
Töflu 4 bls. 20).
- Staðsetningar. Að eiga mömmu felur
t.d. oftast í sér að búa undir sama þaki
og kona sem barnið sér í móðurhlut-
verki (sjá dæmi í 1., 3. og 4. ramma).
Sams konar kerfi reikna börnin með á
öðrum heimilum. Barnið spyr ömmu
sína „Hvar er pabbi þinn?" og á þá við
afa. Systkini barnsins sem flutt eru að
bba, sem reynast síðan vera eiginmaður
4. rammi
Nákvæmlega sömu einkenni koma fram
hjá dönskum börnum á aldrinum 4-5 ára.
Hér fer á eftir stutt dæmi úr viðtali við Ib,
4 ára dreng.
S: Har din soster Simone enfar?
I: Nej vi har kun én.
Ib telur sig ekki með bræðrum systur sinnar
og „kan ikke huske" þrátt fyrir mikla eftir-
gangsmuni, hvort litla systir hans á systur
(sem hún á ekki).
S: Har din far en far?
I: Nej, det er fordi vi bor i et hus sá kan vi
ikke være sá mange.
S: Har din farbror J en bror?
I: Otto (= sonur J). Han er bare flyttet over
i en lejlighed.
Tafla 3
Hlutfall „sjálflægra" villna af heildarfjölda rangra svara
við spurningunum: „Á mamma þín pabba?" og
„Á pabbi þinn mömmuT' eftir aldursflokkum
4 ára 5 ára 6 ára 7 ára Alls
Fjöldi barna 16 7 2 1 26
Fjöldi rangra svara 31 11 4 1 47
„Sjálflægar" villur 81% 91% 50% 100% 81%
Aðrar villur 19% 9% 50% 0% 19%
18