Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 11
HRAFNHILDUR RAGNARSDÓTTIR
„hann afi minn er búinn
AÐ FLYTJA SÉR AÐRA MÖMMU"
Hvernig læra börn hugtök
um fjölskylduvensl?
Greinin fjallar um rannsókn á skilningi íslenskra og danskra barna á nokkrum frændsemis-
hugtökum og áhrifum priggja megmbreyta: aldurs, vitsmunapróunar og máls. Þátttak-
endur voru 202 íslensk og dönsk börn á aldrinum priggja til átta ára, jafnmargar stiílkur og
drengir. íeinstaklingsviðtölum, sem undirbúin voru ágrundvelli upplýsinga fráforeldrum,
voru börnin spurð um vensl innan eigin fjölskyldu (prjár kynslóðir) og siðan sambærilegra
spurninga um vensl ípriggja kynslóða brúðufjölskyldu. Bæði tölfræðilegum og eigindlegum
aðferðum var beitt við úrvinnslu gagnanna. Niðurstöður renna stoðum undir tilgátur um
prepskipta próun frændsemishugtaka með aldri og staðfesta einnig pátt víðtækari vitsmuna-
próunar, próun hugtakanna endurspeglar skilning barnanna á rökrænum eiginleikum fjöl-
skylduvensla og vaxandi hæfni peirra til að setja sig íannarra spor. Tilgáta um áhrifmáls á
hugsun fékkst ekki staðfest ípessu samhengi; upplýsingar sem börnum eru tiltækar ímóður-
máli sínu um tiltekin fjölskylduvensl virðast ekki auðvelda peim að læra hugtökin að baki. I
Ijós komu hins vegar athyglisverðar vísbendingar um áhrif menningarlegs ogfélagslegs um-
hverfis ívíðari skilningi. Niðurstöðurnar styðja kenningar samvirknistefnumanna um hug-
takapróun.'
Til eru ýmsar kenningar um það hvernig börn tileinka sér hugtök og merkingu
þeirra. Samkvæmt kenningum þekkingarfræðingsins Piagets og fleiri þróast hug-
tök í víxlverkandi samspili milli einstaklings og umhverfis („vitræn samvirkni-
stefna"), þó þannig að áhrif tungumálsins eru takmörkuð af vitrænni þróun (sjá t.d.
Piaget 1947/1924; 1964/1954). Aðrir hafa hins vegar litið svo á að tungumálið hafi
afgerandi áhrif á þróun hugtaka (sbr. Whorf 1956). Á milli þessara andstæðu póla
eru ýmsar stöður mögulegar, sem flestar taka á einhvern hátt mið af kenningum
Vygotskys (sjá t.d. 1962/1934), og nú um stundir gera flestir ráð fyrir því að margs
konar áhrifa máls, menningar og félagslegra samskipta barnsins við samferðamenn
Rannsókn þessi var studd af Vísindasjóði og Kennaraháskóla íslands. Institut for smábornsforskning við Dan-
marks lærerhojskole veitti höfundi aðstöðu við framkvæmd danska hlutans og er prófessor Hans Vejleskov
sérstaklega þakkað fyrir milligöngu við danska skóla og aðstoðarfólk. Auk þess er stjórn húss Jóns Sigurðs-
sonar í Kaupmannahöfn þökkuð afnot af fræðimannsíbúð á meðan gögnum var safnað í Danmörku. Aðstoðar-
fólk í viðtölum voru Bergljót Baldursdóttir og Claus Henriksen. Friðrik Jónsson hjá Rannsóknastofnun upp-
eldismála aðstoðaði við tölvuúrvinnslu á fyrstu stigum fslenska hluta rannsóknarinnar. Kristín Gunnarsdóttir
og Dagur Kári Pétursson unnu við lyklun. Leikskólakennurum, kennurum og öðru starfsfólki leikskóla og
skóla í Reykjavík, Kaupmannahöfn og Koge er þökkuð gestrisni þeirra og velvild. Einnig foreldrum barnanna
sem góðfúslega veittu leyfi og upplýsingar og síðast en ekki síst eiga börnin, sem tóku þátt í rannsókninni
þakkir skilið fyrir hjálpina og skemmtunina.
Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 3. árg. 1994
9