Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 96
SAMRÆMD LOKAPRÓF GRUNNSKÓLA
Tafla 4
Niðurstöður meginþáttagreiningar með háðum þáttum
á einkunnum vorið 1991
Breytur Þættir
Samræmdar einkunnir 1 2
Islenska 0,70 0,29
Stærðfræði 0,03 0,94
Skólaeinkunnir
íslenska 0,68 0,29
Stærðfræði 0,04 0,94
Danska 0,86 0,07
Enska 1,01* -0,15
Taflan sýnir mynsturfylki (pattern matrix) þáttanna, þ.e. sérhæf áhrif
þáttanna á breyturnar.
* Tungumálaþáttur virðist skýra sérhæft meira en 100% af dreifingu
skólaeinkunnar í ensku. Þetta er vegna bæliáhrifa (suppression)
stærðfræðiþáttarins.
Meginásagreining prófhluta
Niðurstöður einstakra prófhluta í stærðfræði og íslensku vorið 1991 voru athugaðar
með meginásagreiningu. í stærðfræði gátu nemendur valið milli prófhlutanna dag-
legs lífs og algebru. Aðeins 12% nemenda völdu daglegt Itf og voru þeir felldir úr úr-
vinnslunni.9
Gagnasafninu var skipt í tvö úrtök eins og áður og úrvinnslan framkvæmd í
hvoru úrtaki fyrir sig. Valdir voru tveir þættir með skriðuprófi (scree test) Cattells.
Tilraun til að draga þrjá þætti gaf til kynna að tveir þættir skýrðu sameiginlega
dreifingu einkunnanna að fullu. Snúningur með VariMax-aðferð gaf til kynna að
óháðir þættir næðu ekki að lýsa tengslum breytanna og voru því háðir meginásar
fengnir með „Oblimin"-snúningi.
Tafla 5 sýnir niðurstöður fyrir fyrra úrtakið. Niðurstöður voru alveg sambæri-
legar milli úrtakanna tveggja og munaði mest 0,08 í vægi fornbókmennta. Fyrri
þátturinn var greinilega tungumálaás en sá seinni stærðfræðiás. Tungumála- og
9 Yfírleitt voru það Iakari nemendur sem völdu daglegt Hf fram yfir algebru og því getur það takmarkað niðurstöð-
ur að fella út þennan hluta hópsins. Þetta var athugað með því að fella út bæði daglegt Uf og algebru og beita megin-
þáttagreiningu á þær breytur sem eftir voru. Engar umtalsverðar breytingar urðu á niðurstöðum við þetta.
94