Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 32
„STRÁKAR OG STELPUR í TAKT VIÐ TÍMANN"
Mat á skólastarfi er nú mikið rætt bæði hér á íslandi og erlendis. Skólar og fræðslu-
yfirvöld vilja gjarnan vita hvort markmið skólastarfs nást. Hugtök eins og alhliða
gæðastjórnun heyrast æ oftar um stjórnun skólastarfs, eins og um hvert annað fyrir-
tæki sé að ræða (Murgatroyd og Morgan 1992). Stundum virðist sem áhersla á mat
og gæði sé í andstöðu við þá áherslu á jafnrétti og jafngildi allra barna sem hefur
verið grunnstef skyldunámsskólans víðast hvar, en auðvitað þarf slíkt alls ekki að
vera (Schaefer 1990). Jöfn staða kynja í skólum er viðfangsefni sem einnig er mikið
rætt, bæði hér og erlendis, og má í því sambandi nefna nýlega stefnumörkun frá
menntamálaráðuneytinu (Menntamálaráðuneytið 1990) og samnorrænt þróunar-
verkefni um jafnrétti kynjanna í menntun kennara, svokallað Nord-Lilia verkefni,
sem íslendingar eiga myndarlega aðild að (Arnesen 1994). Með stofnun Þróunar-
sjóðs grunnskóla árið 1989 opnaðist mikilvægur farvegur fyrir nýbreytnistarf í
grunnskólum. Sem fulltrúa Háskóla íslands í úthlutunarnefnd sjóðsins 1989-1991
var mér ljóst hve mikilvægu hlutverki sjóðurinn gegnir en jafnframt að gagnrýnið
mat á þeim verkefnum sem styrkt eru er forsenda þess að ljóst sé hvað er til eftir-
breytni þannig að verkefnin leiði til skólaþróunar. Bæði virðist skorta fé í slíkt mat
og að nægileg áhersla sé lögð á að niðurstöður verkefna séu birtar öðrum til upplýs-
ingar. Þó að mat á þróunarverkefnum þjóni sérhæfðari tilgangi en mat á skólastarfi
yfirleitt, þá má segja að svipuð matsvandamál og svipaðar grundvallarspurningar
komi upp.
Grein þessi er lýsing höfundar á mati á þróunarverkefni um stöðu kynjanna
sem unnið var að í einum grunnskóla landsins. Henni er m.a. ætlað að varpa Ijósi á
vandann við mat á þróunarverkefnum, ekki síst á því sviði sem hér um ræðir. í
framhaldi af sérstöku átaki um jafnrétti í skólastarfi á Reykjanesi skipulögðu kenn-
arar í Myllubakkaskóla í Keflavík þróunarverkefnið „Strákar og stelpur í takt við
tímann" í janúar 1991.1 Framkvæmdanefnd um jafna stöðu kynja í skólum2 hafði
fylgst með tilurð verkefnisins og það varð að ráði að höfundur þessarar greinar tæki
þátt í að meta áhrif þess. Verkefnið vakti áhuga minn af ýmsum ástæðum. í fyrsta
lagi er viðfangsefnið nátengt kennslu minni og rannsóknum við Háskólann um
menntun og kynferði. Þá tel ég mikilvægt að koma á umræðu um mat á þróunar-
verkefnum. Síðast en ekki síst var það kærkomið tækifæri að fylgjast með ný-
breytnistarfi um jafnrétti kynjanna í þessum tiltekna skóla sem höfundur gekk sjálf
í sem barn.
Þróunarverkefnið „Strákar og stelpur í takt við tímann" var unnið í Myllu-
bakkaskóla í Keflavík frá því í janúar 1991 fram til vors 1992. Það var um margt
áhugaverð tilraun til að fá nemendur, kennara og foreldra til að taka markvisst á
málefnum sem snerta jafnstöðu kynjanna. Verkefnið er að hluta til byggt á norskri
fyrirmynd, eða verkefninu „Likestilling i 1.-3. klasse i grunnskolen", sem náði til 14
bekkjardeilda 7-9 ára barna í Hörðalandsfylki í Noregi (Ve 1991). Ráðist var í það
verkefni eftir að Ijóst var að lokinni athugun á 1100 norskum börnum í 5.-8. bekk
1 Þeir kennarar sem stóðu að verkefninu voru þau Auður Harðardóttir, Elísabet Jensdóttir, Einvarður Jóhanns-
son, Ingibjörg Ólafsdóttir og Halifríður Benediktsdóttir. Seinna árið sem verkefnið stóð yfir (1991-1992) hafði
sú síðastnefnda tekið við bekk Ingibjargar Ólafsdóttur.
2 1 framkvæmdanefndinni voru Sigríður Jónsdóttir, Elín Ólafsdóttir og Guðný Guðbjörnsdóttir.
30