Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 43
GUÐNÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR
Tafla 6 sýnir einnig að mikil samsvörun er á milli flokkunar barnanna í kvenna- og
karlastörf annars vegar og hugmynda þeirra um hæfileg laun fyrir viðkomandi
störf hins vegar. „Kvennastörfin" í heild eru metin lægst til launa, síðan „ókyn-
bundnu" störfin og „karlastörfin" hæst. Misræmi á milli kynjaflokkunar og launa
kemur einkum fram varðandi það að þvo gólf í skóla og afgreiða í búð, sem að mati
barnanna á að greiða minna fyrir en röðun þeirra á kynjaskalanum bendir til. Varð-
andi ókynbundnu störfin telja börnin að ekki eigi að greiða jafn há Iaun fyrir störf í
frystihúsum og röðunin gefur til kynna, hinsvegar eigi að launa forsetann betur en
þessi flokkun segir til um. Ef karlastörfin eru skoðuð að þessu leyti er mesta mis-
ræmið hjá bankastjórum, sem stúlkur vilja launa best þó að það sé sjötta í röðinni
meðal karlmannlegra starfa. Drengir telja að það eigi að launa þá menn best sem eru
í slökkviliðinu, en það starf setja þeir í þriðja sætið sem karlmannlegt starf. Almennt
telja stúlkur að greiða eigi lægri laun fyrir störfin en drengir, meðaltalsgildin eru
aðeins lægri hjá þeim en drengjum. Undantekningar frá þessu eru hárgreiðslustarf-
ið, forsetinn, lögreglan og bankastjórastarfið.
Þessar niðurstöður sýna að mat barna á eðlilegum launum stjórnast af fleiru en
kynferði, en sú breyta virðist þó skýra ótrúlega mikið varðandi hugmyndir barna
um hæfileg laun fyrir störf á vinnumarkaði.
En hvað með markmið þróunarverkefnisins? Tókst það ætlunarverk að hafa
áhrif á viðhorf barnanna til launaðra starfa? I Töflu 6 er byggt á meðaltölum úr öll-
um mælingum svo ekki er hægt að sjá hvort breyting verður frá upphafi til loka at-
hugunar. í Töflu 7 er samanburður á mati tilraunahópanna og samanburðarhópsins
á því hverjir geta unnið hvaða störf og hvaða laun séu hæfileg fyrir þau í upphafi og
við lok þróunarverkefnisins.
Ef litið er á flokkun starfanna í Töflu 7 má sjá að í upphafi athugunar flokkar
samanburðarhópurinn fóstrustarfið marktækt hærra sem kvennastarf, en við lok
athugunar í maí 1992 er munurinn horfinn. Breytingin er í þá átt að tilraunahóparn-
ir telja starfið frekar kvennastarf í lokin en í upphafi en samanburðarhópur síður.
Hóparnir eru því líkari í lokin en í byrjun. Þá kemur fram marktækur munur á til-
raunahópi og samanburðarhópi við lok athugunar varðandi mat þeirra á gjaldkera-
starfinu, sem er frekar kvennastarf að mati tilraunahópsins en hins. Þessi atriði
benda til að börnin í tilraunahópnum hafi lært að gjaldkerastarfið sé í reynd meira
kvennastarf en samanburðarhópurinn telur og að fóstrustarfið sé meira kvenna-
starf en þau töldu sjálf árið áður. Þau virðast því hafa lært hvernig raunveruleikinn
er fremur en það að bæði kynin geti gengið jafnt í öll störf, eins og markmiðið var.
Ekki kemur sambærileg breyting fram hjá samanburðarhópnum á milli ára varð-
andi fóstrustarfið. Engin viðhorfsbreyting er mælanleg á milli ára varðandi flokkun
á hinum störfunum 16 í kvenna- eða karlastörf.
Mat barnanna á vægi starfa með tilliti til launa tekur meiri breytingum, og þær
eru meiri hjá tilraunahópnum en samanburðarhópnum. Ef fyrst er litið á meðaltals-
gildin fyrir hvern flokk starfa og bornir saman tilraunahópur og samanburðarhóp-
ur, þá er lítill munur á mati barnanna á hæfilegum launum, bæði í upphafi athug-
unarinnar, nema helst varðandi ókynbundnu störfin, og í lokin. A milli áranna helst
matið á karlastörfunum svipað, matið á hinum lækkar hjá báðum hópum en mun
41