Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 131

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 131
KRISTINN BJORNSSON nemendur sem þörfnuðust mismunandi námsefnis og kennsluaðferða saman í bekk, í stað þess að greina þá og færa í sérbekki þegar um var að ræða veruleg vand- kvæði eða frávik frá því venjulega. Margir sálfræðingar gerðust nú ákveðnir for- mælendur þessarar stefnu. I fimmta lagi var hugmyndin um þróun skólans sem stofnunar. Sérfræðingarnir skyldu ekki fyrst og fremst, eða eingöngu, skipta sér af einstökum nemendum og vandkvæðum þeirra, heldur skipti mestu máli að búa öllum nemendum það um- hverfi í skólanum sem hentaði þeim og mætti þörfum hvers og eins. Það skipti því miklu að skólinn sem stofnun breyttist og þróaðist svo hann gæti náð þessu mark- miði. Mátti telja að einn mikilvægasti starfsþáttur sérfræðinganna væri að sinna þessu hlutverki með viðveru sinni í skólanum og samskiptum sínum við stjórnend- ur skóla og allt starfslið. Þetta eru í mínum augum veigamestu atriðin í breyttum sjónarmiðum, en margt fleira mætti tína til. Þau sjónarmið sem nú hefur verið lýst höfðu að sjálfsögðu töluverð áhrif á að- ferðir og allt starf deildanna. Erfitt er að meta hversu mikil þau voru því áhrifin voru mismikil eftir deildum og einnig breyttust viðhorf og starfshættir sumra starfsmanna innan sömu deildar meira en annarra. Fór þetta eftir áhugasviðum, menntun og reynslu hvers fyrir sig. Þó má segja með vissu að viðvera í skólum varð meiri, nokkuð dró úr prófunum og annarri greiningarvinnu, meira var unnið með hópa eða bekki, meira varð um samskipan ólíkra nemenda í bekkjum, sérbekkjum fækkaði, og breytingar urðu á sérskólum þar sem heimavistarskólarnir voru lagðir niður en í staðinn komu meðferðarheimili og dagskólar. Þessar breytingar á sér- kennslu og röðun nemenda í bekki voru þó ekki bara vegna áhrifa frá sálfræði- deildum eða sérfræðingum þeirra, heldur komu hér til breytt viðhorf kennara, eink- urn sérkennara. Erfitt er að meta hvaða árangur viðleitni til að þróa skólann sem stofnun hefur borið. Sjálfsagt hafa viðræður sérfræðinga haft einhver áhrif í þessa átt, jafnvel þótt ekkert sérstakt hafi verið aðhafst til að „þróa skólann" eins og sagt er. Ég tel rétt að nefna tilraun til að koma á róttækri skipulagsbreytingu á sálfræði- þjónustunni og hlutverki hennar, enda þótt þá tilraun megi ekki rekja til starfs- manna þjónustunnar, heldur til Þorsteins Sigurðssonar sérkennslufulltrúa. Þorsteinn lagði fram tillögur um breytta skipan sálfræðiþjónustunnar í árs- byrjun 1980 með ítarlegri greinargerð og kostnaðaráætlun. Aðalatriði tillögunnar voru þau að nú skyldi aðeins vera ein sálfræðideild í borginni og væri hún miðstöð sem annaðist stjórnun þessarar starfsemi og fræðslu starfsfólksins, en sálfræðingar hefðu vinnustað sinn alfarið í skólunum og ynnu þar í náinni samvinnu við skóla- stjóra og annað starfslið skólans og aðallega með þau viðfangsefni sem skólinn óskaði. Tillögur þessar vöktu miklar umræður og greinargerðir voru ritaðar frá báðum sjónarhornum á fyrri hluta ársins 1980. Starfsmenn sálfræðideilda voru sammála um að mótmæla tillögunum, töldu að þetta mundi leiða til faglegrar einangrunar þeirra, og að með þessu yrði þjónustan of háð skólunum og síður fær um að taka sjálfstæða afstöðu í hverju máli. 129
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.