Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 39
GUÐNÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR
NIÐURSTÖÐUR
Ýmsar leiðir voru farnar við tölfræðilega úrvinnslu gagna sem allar sýndu svipaðar
niðurstöður. Hér er valin sú leið að taka saman meginniðurstöður í nokkrum töfl-
um til að fá svar við því hvort ofannefndum markmiðum verkefnisins var náð.
Markmið 1: Viðhorf til eigin getu
Fyrsta markmið athugunarinnar var að hafa áhrif á viðhorf nemenda til eigin getu.
í upphafi verkefnisins (febrúar 1991) var spurt hvort nemendur gætu leyst 24 mis-
munandi atriði. í lokaathuguninni (maí 1992) voru einungis 6 atriði eftir frá fyrstu
athugun, 11 atriði úr annarri athugun, en 12 ný bættust við, sbr. Töflu 1.
Vegna þessara breytinga á atriðum milli athugunartíma var úrvinnslu skipt í
tvennt. Annars vegar voru tilraunahóparnir og samanburðarhópurinn bornir sam-
an á hvorri mælingu fyrir sig og hins vegar voru niðurstöður bornar saman fyrir
hvorn hóp á þeim 6 atriðum sem voru sameiginleg í upphafi og í lokin. Við útreikn-
inga var fjöldi atriða sem börnin töldu sig ráða við, reiknaður sem hlutfall af heild-
inni á hverjum mælingartíma, þannig að svörin geta verið á bilinu 0-1.
Tafla 3 Viðhorf tilraunahóps og samanburðarhóps til eigin getu, í upphafi athugunar og í lokin. Spurt er um atriði sem talin eru upp í Töflu 1
Athugunartími N* M** t P
Febrúar 1991 Tilraunahópur 60 0,79 0,92 EM
Samanburðarhópur 18 0,75
Maí 1992 Tilraunahópur 80 0,77
Samanburðarhópur 20 0,74 0,92 EM
* N = fjöldi barna í hópunum
** M = Hlutfallslegur fjöldi jákvæðra svara (1 =100%).
Meðaltal fyrir hvern hóp.
í Töflu 3 eru hóparnir bornir saman í hvorri mælingu fyrir sig. Spurt var um 24 at-
riði í upphafi og 23 atriði í lokin, sbr. Töflu 1. Niðurstaðan er skýr. Hvorki kom fram
marktækur munur á viðhorfi tilraunabekkjanna og samanburðarbekkjarins í upp-
hafi athugunarinnar í febrúar 1991 né í lok athugunarinnar vorið 1992. En hvað með
kynjamun?
37