Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 62
„SVONA GERUM VIÐ HLUTINA HÉRI" ______________________________
„STERK" STOFNANAMENNING
Fram hefur komið að stofnanafræðingar hafa fyrst og fremst áhuga á því að skilja
uppbyggingu og eðli stofnana til að hægt sé að leggja drög að því að stjórna þeim á
sem skilvirkastan hátt. Hugtakið stofnanamenning er liður í þeirri viðleitni og
margar leiðir eru færar til að greina og flokka mismunandi gerðir af stofnanamenn-
ingu (sjá t.d. Schein 1986:85-111). Það má t.d. hugsa sér að flokka stofnanamenn-
ingu eftir því hvort hún einkennist af mannlegri umhyggju eða vélrænum afköst-
um, hvort hún er krefjandi eða hvort hún einkennist af sinnuleysi. Onnur flokkun á
stofnanamenningu er einnig möguleg, eins og t.d. hvort menningin er veik eða
sterk (Deal og Kennedy 1982:3-20).
Veik stofnanamenning einkennist af ósamhentum vinnubrögðum; starfsfólk
veit ekki með vissu hvað það á að gera og hvaða væntingar eru gerðar til þess.
Markmið stofnunarinnar eru því ekki ljós og starfsfólkið helgar sig ekki þeim gild-
um sem eru nauðsynleg fyrir samvirka vinnu í stofnuninni. Sterk stofnanamenning
ber aftur á móti einkenni samheldni, allir vita til hvers er ætlast, fólk veit hvað það
á að gera og það helgar sig ákveðnu gildismati er leiðir til samstæðra vinnubragða
(Deal og Kennedy 1982:3-20).
Það segir sig sjálft að sterk stofnanamenning er það sem flestir vilja stefna að en
þá skiptir líka verulegu máli að vinnulagið sjálft sé með „réttum" formerkjum.
Hægt er að byggja upp sterka samstæða stofnanamenningu þar sem áherslurnar
eru eigi að síður rangar. Það má t.d. hugsa sér að menning í skóla sé mjög sterk en
kennsluaðferðirnar sem stuðst er við séu úreltar og lítt til þess fallnar að stuðla að
námi hjá nemendum. Menningin í ýmsum stofnunum Þýskalands á tímum Hitlers
var t.d. mjög sterk en ekki getum við sagt að þau verkefni hafi verið rétt sem þar var
unnið að.
I umfjölluninni hér að framan var minnst á kanadíska fræðimanninn Fullan
(1982), en hann leggur áherslu á að lykillinn að árangursríku breytingastarfi sé að
einbeita sér að menningu hverrar stofnunar með þeim hætti að þróa og breyta hlut-
verkum þeirra sem í stofnuninni starfa. í stofnun, þar sem hlutverk eru mótuð og
stofnanamenningin sterk, má ætla að það sé að mörgu leyti erfiðara að vinna að
breytingum en þar sem stofnanamenningin er veik, þótt vafalaust sé það erfitt í báð-
um tilvikum. Jafnframt má draga þá ályktun að erfiðara sé að breyta menningu í
gamalli og gróinni stofnun en stofnun sem er ný og ómótuð. Það skiptir máli hvern-
ig breytingastarf er hugsað, hvernig hvert skref er stigið í takt við ríkjandi aðstæður.
Galdurinn við stjórnun felst því bæði í að stuðla að sterkri stofnanamenningu og að
gera rétta hluti á réttan hátt.
SKÓLAMENNING - STJÓRNUN, GÆÐI
Velgengni japanskra fyrirtækja hefur verið rakin til þeirrar stofnanamenningar sem
þar hefur verið byggð upp og Ouchi fellir undir „kenningu Z" sem kynnt var hér að
framan. I þeirri umfjöllun er Ouchi í rauninni að lýsa því sem nú á dögum gengur
undir nafninu gæðastjórnun en sú aðferð felst í því að byggja upp sterka stofnana-
menningu - menningu sem lýsir sér í því hvernig á að gera rétta hluti á réttan hátt.
60