Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 69
JÓN TORFI JÓNASSON
einu sinni á milli brauta, er heildartala skráninga hærri eða tæplega fjögur þúsund
eins og sýnt er í aftasta hluta töflunnar. Ef aðeins er litið á fyrstu skráningar þá eru
það aðeins um 18% nemenda sem skrá sig ekki á bóknámsbrautir framhaldsskól-
anna í fyrsta sinn sem þeir skrá sig í framhaldsskóla. Það segir vitanlega sína sögu
um eðli framhaldsskólans að 82% nemenda, sem þangað koma, skrá sig upphaflega
á brautir sem verður að flokka sem almennar bóknámsbrautir þótt þær beri fjöl-
breytileg nöfn.
' í fyrsta brautarflokknum eru þeir sem leggja stund á iðngreinar. Um 15% skrá
sig þar í upphafi náms síns en rúm 20% skráninga teljast þar þegar allt er talið. Að
sex árum liðnum frá lokum grunnskóla eru aðeins 12% brautskráninga af þessum
brautum (7% fólks í þessum árgangi). Þetta er um fjórðungur þeirra sem hafa verið
skráðir á iðnbrautir (26%) en vísbendingar eru um að nemendur brautskráist úr iðn-
námi að jafnaði nokkuð löngu eftir tvítugt, þannig að þessi tala á örugglega eftir að
hækka töluvert.7 í næsta flokki eru allir sem hafa verið í öðru starfsnámi, oft í ein-
hverju stuttu námi. Aðeins 3% nemenda hefja framhaldsnám sitt í þessum flokki en
um 7% allra skráninga teljast þar. f þriðja flokknum eru skráningar á stúdentsbraut-
ir eða styttri bóknámsbrautir sem flestar leiða beint inn á stúdentsbrautirnar. Ríf-
lega 70% skráninga eru í þessum flokki, en yfir 80% hefja framhaldsskólanám sitt á
þessum brautum. Þetta sýnir glöggt hvar álagið er í framhaldsskólanum. Tæp 75%
þeirra, sem hafa lokið einhverju í skólakerfinu, svo staðfest sé, hafa lokið stúdents-
prófi. Þetta virðist raunar koma heim og saman við þá þróun mála sem verið hefur
Mynd 1
Fjöldi útskrifaðra sveina og stúdenta 1955-1990
7 Gerður G. Óskarsdóttir (1994) lagði spurningalista fyrir úrtak þessa hóps tveimur og hálfu ári eftir að gagna-
söfnun Félagsvísindastofnunar lauk. Niðurstöður hennar benda til þess að þessi tala hafi tvöfaldast þannig að
þá séu iðnnemar 22% þeirra sem hafa einhverja brautskráningu, átta og hálfu ári eftir að grunnskóla lauk. Stór
hópur hafði á sama tíma lokið háskólaprófi og 13% af öllum árganginum hafði þá lokið sveinsprófi eða annarri
starfsmenntun.
67