Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 48
„STRÁKAR OG STELPUR Í TAKT VIÐ TÍMANN"
Tafla 11 Kynímynd barnanna samkvæmt CSRI-kvarðanum. Meðaltöl eftir hópum og kynferði
CSRI-kvarði Kvenlægni Karllægni
Tilrauna- Samanburðar- Tilrauna- Samanburðar-
hópur hópur hópur hópur
M M M M
Allir 2,82 2,80 2,57 2,70
Stúlkur 2,86 3,12* 2,44** 2,61
Drengir 2,78 2,57* 2,70** 2,77
* t=2,46, p<0,05 t=-2,60, p<0,05
Fram kemur marktækur kynjamunur á kvenlægni hjá samanburðarhóp og á karl-
lægni hjá tilraunahóp, en samkvæmt Boldizar (1991) hefði mátt búast við kynjamun
á báðum breytum hjá báðum hópum. Athygli vekur að á kvenlægnibreytunni eru
stúlkurnar í tilraunahópnum með lægra meðalgildi en stúlkurnar í samanburðar-
hópnum, en drengirnir í tilraunahópnum eru hærri á þessari breytu en drengirnir í
samanburðarhópnum, þannig að ekki er marktækur kynjamunur í tilraunahópnum
í lok verkefnisins. Þetta eru niðurstöður í þá átt sem búast hefði mátt við af verkefn-
inu, en þær eru ekki tölfræðilega marktækar. Niðurstöður í heild benda því til að
verkefnið hafi haft áhrif á kvenlægnivíddina, en þær geta í raun ekki sýnt það með
óyggjandi hætti bæði vegna þess að kvarðinn hefur ekki verið staðlaður hér og
vegna þess að hann var einungis lagður fyrir börnin í lok athugunarinnar.
UMRÆÐA OG NIÐURLAG
Eins og fram kemur í inngangi er hér um að ræða eina tegund mats á umræddu
þróunarverkefni. Metið er hvort tekist hafi með þróunarverkefninu að hafa áhrif á
viðhorf barnanna til þeirra atriða sem markmiðin tóku til.
Niðurstöður benda til að markmið eitt - að hafa áhrif á viðhorf barnanna til eig-
in getu, hafi ekki náðst þannig að mælanlegt sé með þeim mælitækjum sem notuð
voru. Sú viðhorfsbreyting sem fram kemur er einnig mælanleg hjá samanburðar-
hópnum. Ekki er ljóst hvort þetta stafar af því að börnin töldu sig geta ýmislegt við
upphafsathugun sem þau gátu ekki í raun eða að þjálfunin í starfskrókunum var
ekki nógu mikil til að hafa áhrif á þessum tíma. Þó skal bent á að viðhorfin til heim-
ilisstarfa breyttust, sbr. markmið 3, og þau voru að hluta til rædd í starfskrókunum.
Til samanburðar má nefna að niðurstöður úr mælingum, sem liggja fyrir frá áður-
46