Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Side 78

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Side 78
SKIPT U M SKOÐUN Það vekur athygli að þótt líklega hafi frekar verið gert ráð fyrir að fjölbrauta- kerfið ætti helst að auka möguleika þeirra, sem væru síður á bókina, til að flytja sig yfir í starfsnám og það hafi gerst í nokkrum mæli, þá felst sérstaða fjölbrautaskól- anna ekki í því. í fjölbrautaskólunum virðist vera meiri tilhneiging nemenda, sem skráðir eru á iðnnámsbrautir, að flytja sig yfir á bóknámsbrautir en í öðrum skólum. Fjölbrautakerfið virðist því gefa þann sveigjanleika sem að var stefnt en áhrifin önnur en þau sem vonast var eftir. ALMENN UMRÆÐA Varla fer á milli mála að tekist hefur að byggja sveigjanleika inn í íslenska fram- haldsskólakerfið. Áfangar og einingar eru mikilvægir þættir í þessu kerfi og tölu- verð samræming milli fjölmargra skóla á framhaldsskólastigi ætti að auðvelda nemendum mjög allar tilfærslur. Enda er mikið um að nemendur flytji sig til og fái einingar metnar í framhaldsskólakerfinu (Jón Torfi Jónasson og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir 1992, kafli 3.4). Hér hefur þó aðeins verið fjallað um vissa tegund flutn- inga. Er framhaldsskólinn að verða bóknámsskóli? Um 82% þeirra nemenda, sem innrita sig í framhaldsskóla, skrá sig fyrst á bóknáms- brautir. Hlutfallslega fáir þeirra, sem skrá sig strax í upphafi náms í framhaldsskóla á iðnbrautirnar, hafa lokið því námi sex árum eftir lok grunnskóla (sjá Töflu 2). Öll sú fjölbreytni starfsnámsbrauta, sem virðist standa unglingum til boða við upphaf framhaldsskóla, virðist ekki duga til þess að laða þá í starfsnámið - að minnsta kosti ekki í fyrstu umferð; margir þeirra koma eftir nokkurn umþóttunartíma, eftir að hafa reynt annað fyrst. Flestir flutningar af því tagi, sem hér hafa verið ræddir, eru af bóknámsbrautum yfir á starfsnámsbrautir (78%, sjá Töflu 3), enda eru flestir nemendur skráðir á bóknámsbrautirnar í upphafi. Miðað við þessa stöðu mála má efast um mikilvægi þess að nemendum sé boðið að hefja nám við upphaf fram- haldsskóla á jafn fjölbreyttum brautum og nú bjóðast. Nemendur hefja nám sitt á bóknámsbrautum, flestir halda þar áfram, en nokkur hópur flytur sig yfir á aðrar brautir. Þetta kemur heim og saman við aðrar vísbendingar um að starfsmenntun við upphaf framhaldsskóla sé á undanhaldi (Jón Torfi Jónasson 1992b) og að fram- haldsskóli, að minnsta kosti fyrri hluti hans, sé nú í raun bóknámsskóli fyrir lang- flesta nemendur (Jón Torfi Jónasson 1992a). Hvað verður um starfsmenntun framhaldsskólans? Þetta segir í sjálfu sér ekki að starfsmenntun sé í heild sinni á undanhaldi heldur bendir fremur til þess að hún sé að flytjast ofar í skólakerfið. Ymsar vísbendingar eru um þetta. Undanfarna áratugi hefur menntun nokkurra stétta fært sig um set; skýrustu dæmin eru menntun kennara og hjúkrunarfræðinga. Hlutfall skráninga nemenda í bóknám við upphaf framhaldsskóla og að því er virðist nokkuð hár meðalaldur þeirra sem ljúka iðnnámi benda í sömu átt. 76
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.