Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 101
GUÐMUNDUR B. ARNKELSSON
Að svo miklu leyti sem framhaldsskólar sætta sig við að próf í einstökum náms-
greinum mæli að mestu leyti námshæfileika eða mjög almenna námsfærni, full-
nægja prófin því hlutverki ágætlega. Þótt slíkar upplýsingar séu almenns eðlis og
beinist að óverulegu leyti að frammistöðu í einstökum námsgreinum, fullnægja þær
þeirri kröfu framhaldsskólanna að geta greint á milli góðra og lakra námsmanna.
Niðurstöður þessarar athugunar benda til þess að samræmd próf veiti aðeins að
takmörkuðu leyti upplýsingar um gengi í einstökum námsgreinum. Hefðbundin
úfræði framhaldsskóla felast annars vegar í mismunandi námskröfum eftir náms-
leiðum (sbr. Jón Torfa Jónasson og Guðbjörgu Andreu Jónsdóttur 1992) og hins
vegar í fornámi, hægferðum og endurupptöku prófa. Ef undan er skilið val á náms-
leiðum er eðli þessara úrræða keimlíkt. Aherslan er greinilega á þróunarmiðaða
(developmental) aðstoð. Reynt er að kenna illa stöddum nemendum sama námsefni
og öðrum, aðeins hægar, í formi upprifjunar á námsefni fyrri skólastiga eða endur-
tekningar á áföngum.
Ákveðinnar óánægju gætir með árangur af hefðbundnum úrræðum framhalds-
skólans (sbr. Menntamálaráðuneytið 1993) og einnig sjá skólameistarar tiltölulega
lítinn ávinning af fjölgun hægferða (Menntamálaráðuneytið 1992b:117). Þetta þarf
þó ekki að vera vegna þess að úrræði framhaldsskólanna henti ekki nemendum
með slæman undirbúning úr grunnskóla (sbr. Atla Harðarson 1992). í fornám, núll-
áfanga og önnur slík úrræði veljast nemendur með lágar einkunnir á samræmdum
prófum. Vegna eðlis prófanna gætu þetta reynst nemendur með almennan skort á
námsfærni sem þyrftu meiri, almennari og annars konar aðstoð en aðrir nemendur
framhaldsskólans. Slík úrræði gætu hentað nemendum með tímabundna erfiðleika
eða erfiðleika í einstökum greinum, en þeir fara á mis við þá aðstoð þar sem slíkir
erfiðleikar mælast ekki sem skyldi á samræmdum prófum.
Auk upplýsinga til framhaldsskóla er samræmdum prófum ætlað að upplýsa
grunnskólana sjálfa um árangur nemenda sinna á landsvísu eða miðað við „árang-
ur stærri hópa" (Reglugerð um námsmat ígrunnskólum, nr. 7/1985,7. gr.). Auk þess er
þeim væntanlega ætlað að uppfylla almennan tilgang námsmats í grunnskólum,
sem er að veita nemendum upplýsingar um árangur sinn, örva þá til náms og auð-
velda skipulagningu á námi og kennslu. Slíkt námsmat þarf að vera næmt fyrir
tímabundnum sveiflum í námsárangri. Til að nemandi sjái árangur verka sinna
þurfa áhrif þeirra á námsstöðu að vera mjög ljós. Bætt ástundun, betri vinnubrögð
eða áhrifameiri námsaðferðir skila sér í betri árangri við dagleg verkefni. Ef form-
legu námsmati er ætlað að upplýsa nemendur um slíkan árangur sérstaklega, þarf
það að vera næmt fyrir slíkum breytingum. Svipað á við um upplýsingar um áhrif
kennsluskipulags; slík áhrif geta skilað sér á tiltölulega stuttum tíma.
Niðurstöður þessarar athugunar benda til þess að samræmd próf séu ekki jafn
næm fyrir slíkum áhrifum og skyldi. Þar sem prófin mæla mjög almenna færni sam-
eiginlega mörgum námsgreinum eða jafnvel námslræfileika, ná þau ekki að hafa
mikil áhrif á nemendur eða kennara. Nemandi sem hefur uppgötvað hvernig skipu-
leg uppbygging texta auðveldar bæði ritun hans og lesandanum skilning, fær litla
örvun við próf þar sem einkunnin varla haggast upp á við í kjölfar þessa. Kennari
sem finnur aðferð til að opinbera mikilvægi heiðurs í athöfnum fornkappa fær litla
99