Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Síða 101

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Síða 101
GUÐMUNDUR B. ARNKELSSON Að svo miklu leyti sem framhaldsskólar sætta sig við að próf í einstökum náms- greinum mæli að mestu leyti námshæfileika eða mjög almenna námsfærni, full- nægja prófin því hlutverki ágætlega. Þótt slíkar upplýsingar séu almenns eðlis og beinist að óverulegu leyti að frammistöðu í einstökum námsgreinum, fullnægja þær þeirri kröfu framhaldsskólanna að geta greint á milli góðra og lakra námsmanna. Niðurstöður þessarar athugunar benda til þess að samræmd próf veiti aðeins að takmörkuðu leyti upplýsingar um gengi í einstökum námsgreinum. Hefðbundin úfræði framhaldsskóla felast annars vegar í mismunandi námskröfum eftir náms- leiðum (sbr. Jón Torfa Jónasson og Guðbjörgu Andreu Jónsdóttur 1992) og hins vegar í fornámi, hægferðum og endurupptöku prófa. Ef undan er skilið val á náms- leiðum er eðli þessara úrræða keimlíkt. Aherslan er greinilega á þróunarmiðaða (developmental) aðstoð. Reynt er að kenna illa stöddum nemendum sama námsefni og öðrum, aðeins hægar, í formi upprifjunar á námsefni fyrri skólastiga eða endur- tekningar á áföngum. Ákveðinnar óánægju gætir með árangur af hefðbundnum úrræðum framhalds- skólans (sbr. Menntamálaráðuneytið 1993) og einnig sjá skólameistarar tiltölulega lítinn ávinning af fjölgun hægferða (Menntamálaráðuneytið 1992b:117). Þetta þarf þó ekki að vera vegna þess að úrræði framhaldsskólanna henti ekki nemendum með slæman undirbúning úr grunnskóla (sbr. Atla Harðarson 1992). í fornám, núll- áfanga og önnur slík úrræði veljast nemendur með lágar einkunnir á samræmdum prófum. Vegna eðlis prófanna gætu þetta reynst nemendur með almennan skort á námsfærni sem þyrftu meiri, almennari og annars konar aðstoð en aðrir nemendur framhaldsskólans. Slík úrræði gætu hentað nemendum með tímabundna erfiðleika eða erfiðleika í einstökum greinum, en þeir fara á mis við þá aðstoð þar sem slíkir erfiðleikar mælast ekki sem skyldi á samræmdum prófum. Auk upplýsinga til framhaldsskóla er samræmdum prófum ætlað að upplýsa grunnskólana sjálfa um árangur nemenda sinna á landsvísu eða miðað við „árang- ur stærri hópa" (Reglugerð um námsmat ígrunnskólum, nr. 7/1985,7. gr.). Auk þess er þeim væntanlega ætlað að uppfylla almennan tilgang námsmats í grunnskólum, sem er að veita nemendum upplýsingar um árangur sinn, örva þá til náms og auð- velda skipulagningu á námi og kennslu. Slíkt námsmat þarf að vera næmt fyrir tímabundnum sveiflum í námsárangri. Til að nemandi sjái árangur verka sinna þurfa áhrif þeirra á námsstöðu að vera mjög ljós. Bætt ástundun, betri vinnubrögð eða áhrifameiri námsaðferðir skila sér í betri árangri við dagleg verkefni. Ef form- legu námsmati er ætlað að upplýsa nemendur um slíkan árangur sérstaklega, þarf það að vera næmt fyrir slíkum breytingum. Svipað á við um upplýsingar um áhrif kennsluskipulags; slík áhrif geta skilað sér á tiltölulega stuttum tíma. Niðurstöður þessarar athugunar benda til þess að samræmd próf séu ekki jafn næm fyrir slíkum áhrifum og skyldi. Þar sem prófin mæla mjög almenna færni sam- eiginlega mörgum námsgreinum eða jafnvel námslræfileika, ná þau ekki að hafa mikil áhrif á nemendur eða kennara. Nemandi sem hefur uppgötvað hvernig skipu- leg uppbygging texta auðveldar bæði ritun hans og lesandanum skilning, fær litla örvun við próf þar sem einkunnin varla haggast upp á við í kjölfar þessa. Kennari sem finnur aðferð til að opinbera mikilvægi heiðurs í athöfnum fornkappa fær litla 99
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.