Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 119
ÞORSTEINN HJARTARSON
BRAUTARHOLTSSKÓLI
OG INDVERSKI SYSTURSKÓLINN
BEDKUVADOR
BRAUTARHOLTSSKÓLI
Brautarholtsskóli er í Skeiðahreppi, Árnessýslu. Skólahúsið var byggt árið 1933 og
þótti á þeim tíma mikil bygging, en um árabil var skólinn einnig eitt helsta sam-
komuhús sýslunnar. Árið 1986 var byggt við skólann sem bætti verulega alla að-
stöðu. Brautarholtsskóli var og er enn í dag aðal félagsmiðstöð Skeiðahrepps og á
sumrin er ferðaþjónusta á holtinu. Þar gegna skólinn, skólaleikvöllurinn og Skeiða-
laug stóru hlutverki. í næsta nágrenni er fjallið Vörðufell sem er gömul eldstöð og
jökuláin Þjórsá. Jökla- og fjallasýn er fögur frá Brautarholti.
Nemendur eru 26 á aldrinum sex til tólf ára. Kennslufyrirkomulag er nokkuð
sveigjanlegt, en oftast er nemendum skipt í tvær deildir. 1.-4. bekkur eru saman í
yngri deild og 5.-7. bekkur í eldri deild. Starfstími skólans er níu mánuðir. Eftir nám
í Brautarholtsskóla fara nemendur í 8.-10. bekk Flúðaskóla, en báðir skólarnir eru
heimanakstursskólar.
í desember s.l. var haldið upp á 60 ára afmæli skólans. Þá vitnaði greinarhöf-
undur m.a. í vígsluræðu Klemensar Þórleifssonar sem var fyrsti skólastjóri Brautar-
holtsskóla:
/ listasaftii Einars Jónssonar frá Galtafelli er höggmynd, sem hann kallar Dögun.
Mynd pessi sýnir nátttröll, sem farið hefur um nótt til mannabyggða og rænt
þaðan ungri og íturvaxinni stúlku og er á leið með hana inn í bergið. En áður en það
kemst svo langt, þá rís sól í austri. En það var eðli nátttröllanna, að þola ekki birt-
una, þola ekki skin sólar. Og myndin lýsir því augtmbliki þegar fyrstu sólargeisl-
arnirfalla íaugu tröllsins. Það steytir hnefann móti hinni upprennandi sól og hat-
ur örvæntingarinnar lýsir sér í svipnum meðan líkatni þess er að breytast í stein.
En ungtnærin breiðir faðminn móti Ijósinu, ylnutn og frelsinu og óutnræðileg von
og gleði Ijómar af andliti hetmar, því hún veit að fyrir geislum sólarinnar hlýtur
jafnvel hintt sterkasti myrkravættur að hníga.
Síðar í ræðunni líkti Klemens íslensku þjóðinni við ungu stúlkuna sem var í örmum
nátttröllsins (þ.e. fáfræði). Þjóðin hafði lengi mátt þola innlenda og erlenda áþján,
fáfræði og hleypidóma. En um það leyti sem Skeiðamenn stofna Brautarholtsskóla
var íslensk þjóð að stíga stórt skref í átt til aukinnar þekkingar og réttlætis. Það er
svo okkar að tryggja að „gömlu nátttröllin" gangi ekki aftur. Það þarf umfram allt
að efla skólakerfið svo íslendingar verði um ókomna tíð í hópi menntaðra þjóða.
Kennarar Brautarholtsskóla hafa reynt að halda vöku sinni og sinna ekki einungis
hefðbundnum kennslustörfum heldur einnig þróunarstarfi. Það sem hefur kannski
Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 3. árg. 1994
117