Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 16
„HANN AFI MINN ER BÚINN AÐ FLYTJA SÉR AÐRA MÖMMU"
- Hvort systkini barnsins, pabbi og mamma, ættu pabba og mömmu, bróður
og systur. Sömuleiðis var spurt hvort afar og ömmur væru pabbi og
mamma einhvers, og þá hvers (2. svið).
- Loks var barnið kynnt fyrir þriggja kynslóða brúðufjölskyldu og spurt
hvort brúðuafi og -amma væru pabbi og mamma einhvers og þá hvers
(3. svið).
Til þess að svar teldist rétt, þurfti barnið að svara með nafni viðkomandi persónu,
eða gefa á annan hátt ótvíræða vísbendingu um hvaða persónu það hafði í huga.
Gæfi barn ekki viðeigandi svar í fyrstu atlögu, var komið að spurningunni aftur
síðar og hún umorðuð ef ástæða þótti til, í því skyni að koma í veg fyrir villur sem
stöfuðu af misskilningi eða athyglisbresti (sjá t.d. viðtalsbrot við Búa í 1. ramma á
bls. 17).
Svör barnanna voru annars vegar flokkuð í rétt og röng svör og hins vegar var
inntak bæði réttra og rangra svara grandskoðað og greint.
NIÐURSTÖÐUR
Hér á eftir verður fyrst fjallað um svör íslensku barnanna eftir hugtökum og aldurs-
flokkum (megindleg greining). Þá verður gerð grein fyrir eigindlegri greiningu á
inntaki svara þeirra og þrepum í þróun hugtakanna. Loks verða bornar saman
niðurstöður varðandi íslensku börnin og þau dönsku.
Fjöldi réttra svara eftir aldri
Pabbi og tttamma
I samræmi við tilgátur mínar, hækkar hlutfall réttra svara jafnt og þétt með aldri6
þar til hámarkstölum er náð (sjá Töflu 1). Greinilegur munur kemur einnig í ljós á
svörum barnanna eftir sviðum. Miðað er við að hugtaki sé rétt beitt á tilteknu sviði
í þeim aldursflokki þar sem hlutfall réttra svara nær 75%.
Eins og fram kemur í Töflu 1 svöruðu öll börnin rétt spurningum um eigin pabba
og mömmu strax 4 ára og í kjölfarið komu rétt svör um pabba og mömmu systkina
þeirra (sama kynslóð, mikill skyldleiki).7 f hópi 6 ára barna náðu rétt svör við spurn-
ingum um pabba og mömmu foreldra þeirra 75%, en það vafðist meira fyrir börnun-
um að setja sig í spor afa og ömmu og svara rétt spurningunum: „Er amma þín
mamma einhvers?" „Er afi þinn pabbi einhvers?" Það er ekki fyrr en í hópi 7 ára barna
sem hlutfall réttra svara náði 75%. Rétt svör við spurningum varðandi ókunnuga
fjölskyldu (brúður) voru mun seinna á ferðinni. Meðal 4, 5 og 6 ára barna eru nær
engin rétt svör við spurningum um hvort brúðuafi sé pabbi og brúðuamman
mamma, og hlutfall réttra svara hefur enn ekki náð viðmiðunarmörkunum í elsta
hópnum í úrtakinu.
6 Fylgni milli fjölda réttra svara við öllum spurningunum um að eiga/vera mamma/pabbi og aldurs er 0,6735,
og er tölfræðilega marktæk miðað við p<0,001.
7 Hér er miðað við að hugtaki sé rétt beitt á tilteknu sviði og aldursflokki þar sem rétt svör ná 70%.
24