Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 50
„STRÁKAR OG STEIPUR í TAKT VIÐ TÍMANN"
með venjulegar „stelpudúkkur" sem þeir áttu að hugsa um. Sumir kennarar vildu
þá sleppa þessu verkefni en aðrir hvöttu drengina til að útbúa einfaldar brúður til
að annast og taka þátt í umönnun raunverulegra barna sem foreldrar komu með inn
í kennslustundirnar. Þetta reyndist mjög vel og skýringartilgátan er sú að með
þessu hafi drengirnir hætt að sjá viðfangsefnið sem stelpuleik en náð að skilja það
sem karlmannlegt eins og hlutverk pabba og haft bæði gagn og gaman af (Ve
1991:256-9).
Verkefnið virðist ekki hafa haft áhrif á hugmyndir barnanna um það hverjir eigi
að vinna heimilisstörfin á þeirra heimilum í framtíðinni en athyglisvert er hvað
börnin eru jafnréttissinnuð að þessu leyti bæði í upphafi og í lok verkefnisins.
Marktæk megináhrif af athugunartíma komu fram varðandi það hve pabbinn á að
vinna mörg störf einn, en þar sem þetta á bæði við samanburðarhópinn og tilrauna-
hópinn, verður að skýra þetta með aldri eða annarri reynslu en verkefnisþjálfun-
inni. Hvort þetta endurspeglar raunverulega reynslu barnanna eða ekki má túlka
niðurstöðurnar eins og fyrr að börnin verði „raunsærri" með aldrinum eða tileinki
sér viðhorf sem samræmast hefðbundinni hlutverkaskiptingu kynjanna.
Að lokum var kynímynd barnanna athuguð með því að leggja fyrir CSRI-kvarð-
ann í lok verkefnisins. Athygli vekur að stúlkurnar í tilraunahópnum eru tiltölulega
lágar á kvenlægni og drengirnir tiltölulega háir, bæði miðað við tilraunahópinn og
við bandarískar niðurstöður (Boldizar 1991). Þetta samræmist niðurstöðunum úr
markmiði 3 varðandi drengina, sbr. það að þeir töldu fleiri heimilisstörf mikilvæg
en samanburðarhópurinn. Lægri kvenlægni hjá stúlkunum í tilraunahópnum
endurspeglar væntanlega að þær telji að hefðbundin kvenlæg einkenni eigi síður
við sig en samanburðarhópurinn. Það þarf ekki að tákna að þær séu síður hreyknar
af eigin kynferði eins og svipaðar niðurstöður hafa verið túlkaðar með skírskotun í
þá staðreynd að börnin eru smám saman að uppgötva að völd og virðing tengjast
fremur karlkyni en kvenkyni (Hall & Halberstadt 1980). Þessi uppgötvun barnanna
endurspeglast vel í mati þeirra á sambandi launa og kynferðis, sbr. Töflur 6 og 7.
Önnur möguleg skýring er að hugmyndir stúlknanna um kvenleikann séu að brey t-
ast í takt við breytta tíma þannig að þær hafni ákveðnum þáttum kvenlægninnar
sem ekki þykja lengur jákvæðir.6 Þessar síðustu niðurstöður, sem virðast því já-
kvæðar bæði fyrir drengi og stúlkur, ber þó eingöngu að skoða sem vísbendingar
sem krefjast nánari athugunar. Markmið mitt með því að leggja kvarðann fyrir var
fyrst og fremst að bera niðurstöður saman við notkun mína á honum meðal átján
ára menntaskólanema (Guðný Guðbjörnsdóttir 1994) en um leið að athuga hvort
verkefnisáhrif birtust á einu stöðluðu mælitæki. Niðurstöðurnar á CSRI-kvarðan-
um geta ekki sýnt með óyggjandi hætti að verkefnið hafi skipt máli að þessu leyti.
Þessi athugun hefur vakið fjölda spurninga, bæði efnislegra og aðferðafræði-
legra, sem aðeins er hægt að reifa hér stuttlega.
6 Sjá nánar hjá Guðnýju Guðbjörnsdóttur (1994). Þar er greint frá ýmsum nýjum rannsóknum á kvenlægni og
karllægni þar sem meðal annars hefur komið fram að jákvæð sjálfsmynd stúlkna sýnir meiri fylgni við
karllægni en hefðbundna kvenlægni.
48