Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 34
„STRÁKAR OG STELPUR í TAKT VIÐ TÍMANN"
FRAMKVÆMD MATSINS
Markmið þróunarverkefnisins
Samkvæmt bréfi kennara til höfundar kemur fram að í þróunarverkefninu verði
stefnt að eftirfarandi markmiðum:
1. Hafa áhrif á viðhorfátta ára drengja og stúlkna til eigin getu.
2. Hafa áhrifá viðhorf nemenda til launaðra starfa.
3. Hafa áhrifá viðhorf nemenda til ólaunaðra starfa.
I skýrslu kennara um verkefnið (Auður Harðardóttir o.fl. [án árs]) er þetta skýrt
nánar og fram kemur m.a. að markmiðið er að hafa þau áhrif á viðhorf nemendanna
„að bæði kynin telji sig geta gengið í öll almenn störf og telji sig jafngilda einstak-
linga. Við viljum opna báðum kynjum nýjar leiðir og sýna þeim fram á að þau geti
öll staðið jafnfætis í samfélaginu, bæði við störf innan heimilisins og utan" (bls. 3).
Til að vinna að markmiðum 1 og 3 hér að ofan og til að styrkja jákvæða sjálfs-
mynd nemenda átti að vinna í starfskrókum að ákveðnum viðfangsefnum, 1-2 klst.
á viku. Vinna átti að markmiðum 2 og 3 með því að láta börnin ræða ýmis launuð og
ólaunuð störf, hvað þau vilja starfa í framtíðinni, heimsækja vinnustaði og fá for-
eldra í heimsókn til að lýsa störfum sínum heima og á vinnumarkaði. Auk þessa
voru sérstök heimaverkefni fyrirhuguð.
í áðurnefndri skýrslu kennara kemur fram að á tímabilinu febrúar og fram á vor
1991 voru starfandi fimm starfskrókar um viðfangsefnið „Hvað get ég?" Heiti hóp-
anna eru lýsandi fyrir viðfangsefnin: Heimilishald, umönnun, viðhald, tækni og rann-
sóknir. Á annarri önn eða haustið 1992 var einnig unnið í fimm hópum en megin-
viðfangsefnið var „Eg og fjölskyldan". Hópaheitin voru þau sömu nema í stað rann-
sóknarhópsins kom tómstundahópur. Á þriðju og síðustu önn verkefnisins, vorið
1992, var meginviðfangsefnið „Eg og atvinnulífið". Ætlunin var að vinna í sömu
fimm hópunum og önnina áður og að fara í vettvangsheimsóknir á vinnustaði.
Starfið gekk samkvæmt áætlun fyrstu tvær annirnar. I fyrstu voru krókarnir
inni í viðkomandi skólastofum, síðar í óinnréttuðum kjallara og haustið 1992 í sér-
stakri skólastofu þar sem aðstæður voru mun betri en fyrr. Á þriðju önninni fóru öll
börnin í heimsóknir á eftirfarandi vinnustaði: Sparisjóðinn í Keflavík, Landsbank-
ann, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Byggðasafn Keflavíkur. Auk þess fóru sum börn-
in í heimsókn í frystihús, til lögreglu, á slökkvistöðina, á heilsugæslustöðina, í apó-
tek og í verslun. Megnið af tímanum sem ætlaður var til verkefnisins á þriðju önn
fór í þessar heimsóknir þannig að krókavinnan var felld niður þetta misserið eins og
fram kemur í skýrslu kennara (bls. 12). Allar nánari upplýsingar um framkvæmd
verkefnisins má fá í skýrslu kennara um verkefnið (Auður Harðardóttir o.fl. [án
árs]).
Val á matsaðferð
Tilgangur matsins var fyrst og fremst uppeldisfræðilegur, þ.e. að kanna hvort til-
tekin markmið næðust, fremur en að matið réði einhverju um framtíð viðkomandi
verkefnis. Ljóst var frá byrjun að þáttur höfundar í mati á umræddu verkefni myndi
eingöngu ná til áhrifa þróunarverkefnisins á börnin. Vegna þess hve börnin voru
32