Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 19
HRAFNHILDUR RAGNARSDÓTTIR
Hugtök barnanna um fjölskylduvensl hafa ekki þau rökrænu einkenni sem lýst
var hér að framan:
- Þau eru ekki afstæð í huga barna á
þessu þrepi, heldur má segja að hver
persóna hafi eitt og sama hlutverk gagnvart
öllum á heimili þeirra og það hlutverk
er skilgreint frá sjónarhóli barnsins sem í
hlutá (sjá t.d. 1. ramma með broti úr við-
tali við Búa). Pabbi barnsins er talinn
vera pabbi allra á heimilinu, líka mömmu
þess, og mamma er mamma allra, m.a.
pabba. Eins og fram kemur í Töflu 3
(bls.f 8) eru svo til öll röng svör íslensku
barnanna (og raunar einnig þeirra
dönsku) við spurningum um pabba
mömmu og mömmu pabba af þessu tagi.
Hins vegar á mamma ekki mömmu af
því að hún er mamman og pabbi á ekki
pabba af sambærilegum ástæðum. Eigi
barnið bróður, er líklegt að það svari
játandi spurningunni: „A pabbi þinn
bróður?"og nefni svo nafn eigin bróður
þegar grennslast er eftir nafninu á þess-
um föðurbróður.
- Venslin eru hvorki gagnkvæm né gegn-
virk. Þó barnið svari réttilega að það
sjálft eigi bróður/systur, felur það ekki í
sér að systkinið eigi barnið fyrir bróður
eða systur (sjá t.d. 4. ramma bls. 18).
Hlutverk fólks eru ekki endilega varanleg, heldur tengjast þau gjarnan aldurs-
flokkum og staðsetningum:
- Aldursflokkar. Afar eru of gamlir til
að vera pabbar (sjá 2. ramma) og
„...ömmur eru ekki með barn í mag-
anum". Bróðir er oftast strákur: „...hann
(- pabbi) á engan bróður, hann átti bróð-
ur, en þú veist, hann pabbi minn er orð-
inn dálítið gamall."
2. rammi
Mads 6:3.
S: Er din morfar far til nogen?
M: Nej! Han er GAMMEL!
S: Er han far til nogen voksne?
M:Til Lis (= Mormor).
1. rammi
Búi er 3 ára og 8 mánaða.10 Hann á 15 ára
systur og 21 árs bróður (Þór). Þór er giftur
og á ungan son. Búi svarar rétt spurning-
um um mömmu og pabba systur sinnar.
S: Á Þór pabba?
B: Nei
S: Á hann mömmut
B: Já, það er Helga (= eiginkona Þórs)
S: Er hún MAMMA hans?
B: Já
S: Er Sara (= mamma Búa og Þórs) ekki
mamma hans?
B: Nei
S: Ertu alveg viss?
B: Já
S: En mamma þín, á hún mömmu?
B: Nei
S: Á hún enga mömmu?
B: Nei, hún ER mamma.
S: Á hún pabbat
B: Já.
S: Og hver er pabbi hennar?
B: Þorri (= pabbi Búa).
S: Og pabbi þinn, hann Þorri, á hann
mömmu?
B: Já, hún heitir Sara (= mamma Búa).
S: Á hann pabba?
B: Nei.
Brúðuafi og -amma eru ekki pabbi og
mamma neins skv. Búa. Rétt er að það
komi fram að Búi litli hefur mikil sam-
skipti við móöurafa sinn og -ömmu, og Þór
bróðir hans og fjölskylda hans eru eins og
gráir kettir á heimili Búa.
10 Héðan í frá verður aldur skráður 3:8 í stað 3 ára 8 mánaða. Röng svör eru feitletruð.
17