Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 45
GUÐNÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR
meira hjá tilraunahópnum en samanburðarhópnum. Af 18 störfum eru 6 þeirra
metin marktækt lægra til launa í lok verkefnisins en í upphafi þess, en sambærileg
breyting hjá samanburðarhópnum er ekki eins mikil né tölfræðilega marktæk. Þessi
munur bendir til að umfjöllun um störfin hafi breytt hugmyndum barnanna um
eðlileg laun fyrir þau. Breytingin virðist aftur vera í átt til raunsæis, þ.e. hugmyndir
barnanna breytast til samræmis við þau laun og virðingu sem viðkomandi störf
njóta í reynd fremur en að viðhorfin breytist í þá átt að kvenna- og karlastörf séu
jafrigild til launa. Viðkomandi störf eru að mestu, þó ekki öll, láglaunastörf og að
stórum hluta kvennastörf: fóstrustarfið, þvo gólf í skóla, afgreiða í búð, bera út póst,
vinna í frystihúsi, vera í slökkviliðinu.
Ein leið til að túlka niðurstöðurnar er að umfjöllun um laun og störf hafi fyrst og
fremst orðið til að börnin kæmust að sannleikanum og að það hafi verið áhrifameira
en hugsanleg umræða um það að þessu launamati ætti að breyta þaimig að launa-
jafnrétti kynja aukist.
Þetta bendir til að tekist hafi að hluta að hafa áhrif á viðhorf barnanna til laun-
aðra starfa, en breytingin virðist vera í þá átt að börnin kynnast sannleikanum um
hverjir vinni hvaða störf og hve mikið er greitt fyrir þau, fremur en að öll störf séu
á færi bæði kvenna og karla og að laun fari eftir ábyrgð, menntun eða einhverju
öðru en kynferði.
Markmið 3: Viðhorf til ólaunaðra starfa
Þriðja markmið verkefnisins var að hafa áhrif á viðhorf nemenda til ólaunaðra
starfa, þannig „að bæði kynin telji sig geta gengið í öll almenn störf og telji sig jafn-
gilda einstaklinga bæði innan heimilisins og utan" (Auður Harðardóttir o.fl. [án
árs] bls. 3). Nemendur voru spurðir hvort þeir teldu níu tiltekin ólaunuð störf eða
heimilisstörf (sjá upptalningu þeirra á bls. 35) vera vandasöm eða auðveld, mikil-
væg eða lítilvæg og loks hver ætti að vinna þessi störf þegar þau eru orðin fullorðin,
- konan/mamman, karlinn/pabbinn eða bæði.
Athugað var hvort munur væri á viðhorfum drengja og stúlkna, tilrauna- og
samanburðarhóps, og á milli athugunartíma.
Fyrst var athugað hvort börnin telja heimilisstörfin vandasöm eða auðveld.
Niðurstöður eru birtar í Töflu 8.
Ekki kemur fram marktækur munur á tilraunahópi og samanburðarhópi né
eftir kynferði, hvorki í upphafi né í lok verkefnisins. Hinsvegar hafði athugunartím-
inn áhrif þannig að færri störf eru talin vandasöm í lokin en í upphafi: (F=4,028,
p<0,05). Þar sem þetta á jafnt við tilrauna- og samanburðarhópinn verður að skýra
þetta með aldri og almennri reynslu fremur en með verkefnisþjálfuninni.
Næst var spurt hvort nemendur telji viðkomandi heimilisstörf mikilvæg eða
lítilvæg. Niðurstöður koma fram í Töflu 9.
í upphafi verkefnisins var ekki marktækur munur á milli tilraunahóps og
samanburðarhóps varðandi meðalfjölda starfa sem talin voru mikilvæg. í lok verk-
efnisins hefur þeim störfum fjölgað hjá tilraunahópnum en fækkað hjá samanburð-
arhópnum, þannig að munurinn á milli hópanna er orðinn marktækur og verkefnis-
þjálfunin virðist hafa haft áhrif. Ef niðurstöður eru skoðaðar eftir kynferði reyndist
43