Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Síða 45

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Síða 45
GUÐNÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR meira hjá tilraunahópnum en samanburðarhópnum. Af 18 störfum eru 6 þeirra metin marktækt lægra til launa í lok verkefnisins en í upphafi þess, en sambærileg breyting hjá samanburðarhópnum er ekki eins mikil né tölfræðilega marktæk. Þessi munur bendir til að umfjöllun um störfin hafi breytt hugmyndum barnanna um eðlileg laun fyrir þau. Breytingin virðist aftur vera í átt til raunsæis, þ.e. hugmyndir barnanna breytast til samræmis við þau laun og virðingu sem viðkomandi störf njóta í reynd fremur en að viðhorfin breytist í þá átt að kvenna- og karlastörf séu jafrigild til launa. Viðkomandi störf eru að mestu, þó ekki öll, láglaunastörf og að stórum hluta kvennastörf: fóstrustarfið, þvo gólf í skóla, afgreiða í búð, bera út póst, vinna í frystihúsi, vera í slökkviliðinu. Ein leið til að túlka niðurstöðurnar er að umfjöllun um laun og störf hafi fyrst og fremst orðið til að börnin kæmust að sannleikanum og að það hafi verið áhrifameira en hugsanleg umræða um það að þessu launamati ætti að breyta þaimig að launa- jafnrétti kynja aukist. Þetta bendir til að tekist hafi að hluta að hafa áhrif á viðhorf barnanna til laun- aðra starfa, en breytingin virðist vera í þá átt að börnin kynnast sannleikanum um hverjir vinni hvaða störf og hve mikið er greitt fyrir þau, fremur en að öll störf séu á færi bæði kvenna og karla og að laun fari eftir ábyrgð, menntun eða einhverju öðru en kynferði. Markmið 3: Viðhorf til ólaunaðra starfa Þriðja markmið verkefnisins var að hafa áhrif á viðhorf nemenda til ólaunaðra starfa, þannig „að bæði kynin telji sig geta gengið í öll almenn störf og telji sig jafn- gilda einstaklinga bæði innan heimilisins og utan" (Auður Harðardóttir o.fl. [án árs] bls. 3). Nemendur voru spurðir hvort þeir teldu níu tiltekin ólaunuð störf eða heimilisstörf (sjá upptalningu þeirra á bls. 35) vera vandasöm eða auðveld, mikil- væg eða lítilvæg og loks hver ætti að vinna þessi störf þegar þau eru orðin fullorðin, - konan/mamman, karlinn/pabbinn eða bæði. Athugað var hvort munur væri á viðhorfum drengja og stúlkna, tilrauna- og samanburðarhóps, og á milli athugunartíma. Fyrst var athugað hvort börnin telja heimilisstörfin vandasöm eða auðveld. Niðurstöður eru birtar í Töflu 8. Ekki kemur fram marktækur munur á tilraunahópi og samanburðarhópi né eftir kynferði, hvorki í upphafi né í lok verkefnisins. Hinsvegar hafði athugunartím- inn áhrif þannig að færri störf eru talin vandasöm í lokin en í upphafi: (F=4,028, p<0,05). Þar sem þetta á jafnt við tilrauna- og samanburðarhópinn verður að skýra þetta með aldri og almennri reynslu fremur en með verkefnisþjálfuninni. Næst var spurt hvort nemendur telji viðkomandi heimilisstörf mikilvæg eða lítilvæg. Niðurstöður koma fram í Töflu 9. í upphafi verkefnisins var ekki marktækur munur á milli tilraunahóps og samanburðarhóps varðandi meðalfjölda starfa sem talin voru mikilvæg. í lok verk- efnisins hefur þeim störfum fjölgað hjá tilraunahópnum en fækkað hjá samanburð- arhópnum, þannig að munurinn á milli hópanna er orðinn marktækur og verkefnis- þjálfunin virðist hafa haft áhrif. Ef niðurstöður eru skoðaðar eftir kynferði reyndist 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.