Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 80
SKIPT UM SKOÐUN
prófum séu þekktar. Að vísu á sá hópur, sem lýkur því sem nefnt hefur verið annað
starfsnám og flytur sig að því loknu, tiltölulega létt með bóknám, en hann er of fá-
mennur til að hægt sé að draga af honum miklar ályktanir.
Upp úr töflunni má reikna að þótt um 17% hafi flutt sig, hafa 2,8% lokið fyrra
námi sínu áður. Þessa tölu er athyglisvert að bera saman við þau 5% sem flytja sig
eftir að hafa lokið 40 einingum eða meira sem nefnt var hér að framan (hlutfalls-
tölurnar eru miðaðar við allan hópinn). En það er athyglisvert að sjá að 16 nemend-
ur Ijúka iðnnámi, 5 öðru starfsnámi og 76 stúdentsprófi og flytja sig síðan á aðra
braut. Síðasta talan er aðeins um 5% þeirra sem hafa lokið stúdentsprófi, en vekur
samt upp spurningar um stöðu hinna brautanna. Gæti verið að stúdentar fari að
sækja í auknum mæli inn á starfsnámsbrautir sem erfitt er að ljúka (ekki síst vegna
þess hve erfitt er að komast á samning) og stuðla þannig að því að slíkar brautir
flytjist um set í skólakerfinu? Það er einmitt athyglisvert í þessu sambandi að þeir
námsmenn, sem flytja sig að námi loknu, eiga að öðru jöfnu létt með bóknám (sjá
Töflu 6). Þeir skera sig samt ekki úr í tölfræðiathugun, enda eru hóparnir fámennir,
svo erfitt er að reiða sig á þetta mynstur. En þetta getur verið mjög afdrifaríkt fyrir
þróun skólastarfs eins og hér hefur verið nefnt.
Skiptir kyn nemenda máli?
í þessu sambandi er eðlilegt að líta til þeirra breyta sem oft skipta máli um námsval
og námsframvindu, svo sem kyn (sjá Töflu 7) og búsetu. Kyn skiptir miklu máli um
flutning á milli brauta.17 Aðeins tæp 12% stúlknanna flytja sig, en um 23% piltanna,
eða helmingi hærra hlutfall pilta en stúlkna. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að
kerfið blasir öðru vísi við stúlkum en piltum. Tafla 7 sýnir hve fáar stúlkur skrá sig
á aðrar brautir en þær sem hér hafa verið flokkaðar sem bóknámsbrautir, en jafn-
framt virðist flutningur af þessum brautum hlutfallslega mikill. Hér vakna margar
spurningar, því 12% flutningshlutfall er lágt. Hvort það þýðir að stúlkur viti mæta-
vel hvað þær vilja þegar í upphafi framhaldsskóla eða hvort þær telja sig hafa í fá
hús að venda á starfsmenntunarbrautunum verður ekki ráðið af þeim gögnum sem
hér er stuðst við, en sú skýring virðist þó líklegri. Stúlkur eru aðeins 17% þeirra sem
upphaflega skrá sig í iðnnám eða annað starfsnám í upphafi framhaldsskólanáms.
Sá aragrúi brauta, sem um er að velja innan þessara flokka, freista stúlknanna ber-
sýnilega ekki. Jafnvel þær fáu stúlkur, sem velja þessar brautir í upphafi, hafa til-
hneigingu til þess að flytja sig þaðan, að því er virðist í ríkari mæli en piltarnir. Hins
vegar má segja að þar sem nærri fjórðungur pilta hefur flutt sig þá eru það umtals-
verðar tilfærslur, sem sýnir að nemendur skipta í nokkrum mæli um skoðun eftir að
í framhaldsskóla er komið, séu valmöguleikar fyrir hendi. Mikill munur á kynjun-
um hlýtur að einhverju leyti að stafa af því að piltarnir hafa um fleira að velja sem
þeir telja einhvers virði.
Búseta skiptir nokkru máli, þar sem meiri flutningar eru á landsbyggðinni en á
höfuðborgarsvæðinu.18 Tæp 15% nemenda, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu
17 X2 (1, N=3397) = 75, p<0,001
18 x2(l, N=3397) = 19, p<0,001
78
J