Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 21
HRAFNHILDUR RAGNARSDÓTTIR
b) 2. þrep, 6-7 ára börtt
Um 6 ára aldur eru miklar breytingar að verða á hugmyndum barnanna um fjöl-
skylduvensl.
- Nú fer að örla á skilningi barna á af-
stæði hugtakanna. „Sjálflægu" svörin
við spurningum um pabba og mömmu
foreldra barnsins eru horfin (sjá Töflu 3),
þó enn eimi eftir af þeim þegar spurn-
ingarnar snúast um fjarlægari ættingja,
t.d. föður- eða móðursystkini (sjá dæmi
í 5. ramma).
- Gagnhverfi venslanna „að eiga bróður/
systur" kemur einnig fram á þessu
þrepi. Fyrst í kynslóð barnsins sjálfs (6
ára), ögn síðar í kynslóð foreldranna, þar
sem venslin milli móður og móðursyst-
kina (6 ára) eru gagnhverf á undan vensl-
unum milli föður og föðursystkina (7 ára).
- Sú staðreynd að X er afi A felur samt
ekki nauðsynlega í sér að X sé annað
hvort pabbi mömmu A eða pabba A;
venslin eru enn ekki gegnvirk. Börnin
vita langoftast hvor amma þeirra er
mamma mömmu og hvor er mamma
pabba. Það kemur hins vegar mjög skýrt
fram í svörum allra barnanna við spurn-
ingum um brúðufjölskylduna að fyrir
þeim eru afar og ömmur pabbar og
mömmur foreldranna; þeim er enn ekki
ljóst að einn og sami afinn getur t.d. ekki
verið pabbi beggja brúðuforeldranna.
6. rammi
Gunnur 8:1. A tvær systur og þrjá bræður.
S: Er dúkkuafi pabbi einhvers?
G: Já Björns og Hildar (=foreldraparið)
S: Er dúkkuamma mamma einhvers?
G: Mamma þeirra (B+H) líka.
S: Eru afinn og amman pabbi og mamma
BEGGJA foreldranna?
G: Já, ef þau eru systkini.
S: Og eru þau systkini?
G: Kannski, en ég held þau séu það ekki.
S: En gætu pabbinn og mamman verið
systkini?
G: Já, þau gætu verið það.
5. rammi
Karl 6:3. Hann á tvo bræður, Svein og
Sigga. Karl svarar rétt spurningum um
eigin bræður.
S: Á hann Siggi bróðurl
K: Já, Svein.
S: Á hann engan annan bródur?
K: Nei, við erum bara þrír bræðurnir.
S: Ef einhver ókunnugur mundi spyrja
Sigga hvað bræður hans heita, hvað
mundi hann þá segja?
K: Sveinn og Karl.
Karl svarar rétt öllum spurningum um
bræður og systur foreldra sinna: pabbi hans
á tvo bræður, mamma hans á tvær systur.
S: Á Tolli (= föðurbróðir) bróður?
K: Já, einn - nei tvo: Stebba og Gunna
(= hvort tveggja synir Tolla). Og svo á
hann líka eina systir sem heitir Anna
Björg (= dóttir Tolla).
S: Á pabbi þinn ekki bróður sem heitir
Palli?
K: Jú.
S: En Palli, á hann ekki bróður?
K: Nei... jú hann á einn strák...
S: (grípur fram í): nei BRÆÐUR, á hann
enga BRÆDUR?
K: Nei.
S: Hugsaðu þig nú vel um.
K: Nei hann á bara krakka, ég veit hvað
þeir heita.
S: Á hún Dúdda (= móðursystir) systur?
(D. á tvær systur)
K: Svona litla?
S: Nei ekki endilega litla, bara systur.
K: Hún á bara eina litla stelpu, hún heitir
Eydís.
S: En á hún enga SYSTUR, ég meina ekki
STELPU heldur SYSTUR.
K: Nei.
Villur barna á 2. þrepi felast sem sé ekki
lengur í því að þau neiti því að brúðu-
afinn og -amman séu pabbi og mamma
einhvers, eða segist ekki vita það, eins
og börn á 1. þrepi gerðu, lieldur segja
þau nú ýmist fullum fetum að brúðuafi
og -amma séu pabbi og mamma beggja
19