Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 115
JÓ
HANNA G . KRISTJANSDOTTIR
sem margir kannast við og er angi af stjórnunarlegri aðferð í heimi viðskipta.
Kauffman (1993:12) telur að rannsóknir hafi ekki getað staðfest að þessar aðferðir
beri þann árangur sem vonast var til. Við hverju má búast þegar árangur þessara
aðferða fer að láta á sér standa?
Álitamáþ er tengjast því hvar eigi að kenna, eru oft samofin álitamálum um hvað
eigi að kemra. Hér er um afar mörg og flókin atriði að ræða sem næsta útilokað er að
ákveða nema með einstaklinga í huga. Skipulag og námsefni sem hentar einum
sé'rkennslunemanda er ekki alltaf það sem hentar öðrum, þótt stundum sé unnt að
setja fram sameiginleg markmið fyrir nemendahópa að stefna að, kenna þeim sam-
an og nota sama námsefnið fyrir þá alla. Bandarísk samtök, sem vinna að málefnum
nemenda sem eiga við námserfiðleika að etja, hafa gert sér grein fyrir mikilvægi
þess að þrengja ekki þá kosti sem nú bjóðast sérkennslunemendum. Yfirlýsingar
þriggja slíkra samtaka um að þau styðji ekki heiltæku stefnuna birtust í einu víð-
lesnasta tímaritinu um þessi mál á síðasta ári (Counsil for Learning Disabilities
1993).
f stað þess að líta á vandann annaðhvort út frá nemandanum (orsök vairdamáls-
ins er þar að finna) eða út frá kennaranum (þetta er hans vandamál) munu sem
betur fer flestir, sem hafa kennslu með höndum, líta svo á að vandamálin tengist
bæði náminu og einnig kennslunni og því sé leitað skýringa bæði hjá nemandanum
(t.d. fötlun) og kennaranum eða skólanum (t.d. skipulag, kennsluaðferðir, viðhorf).
Það sem raunverulega gerist í kennslustofunni er ávallt samofið úr þessum tveimur
þáttum. Bæði í kennaranámi og kennslu fást kennarar við báða þættina, læra að sjá
þá aðgreinda og samtengda - og læra að bregðast við þeim þegar árangur starfsins
lætur á sér standa. Fullyrðingar í þá átt að kennarar skjóti sér undan ábyrgð að
þessu leyti þurfa að vera vandlega rökstuddar.
í drögum að frumvarpi til nýrra grunirskólalaga (1994) kemur fram að yfirvöld
menntamála hér á íslandi hafa tileinkað sér sjónarmið heiltæku skólastefnunnar,
a.m.k. að því leyti að orðið sérkennsla er ekki lengur talið nothæft. Samt virðist í
frumvarpsdrögunum vera gert ráð fyrir sömu eða svipaðri þjónustu og þeirri sem
hingað til hefur verið nefnd sérkennsla.13 í skýrslu nefndar um mótun menntastefnu
(1994:101) er bent á nauðsyn náms- og kennslufræðilegrar greiningar og ennfremur
bent á mikilvægi þess að gerðar séu sérstakar kennsluáætlanir í sérkennslu. Þessi
atriði eru í andstöðu við sjónarmið heiltæku stefnunnar, a.m.k. sumra talsmanna
hreyfingarinnar.
Greinilegt er að stefna sérkennslumála er nú í mótun hjá opinberum aðilum.
Þess vegna er afar mikilvægt að allir, sem telja sér málið skylt, kynni sér hugmyndir
heiltæku stefnunnar og gefi sér tíma til að hugleiða kostina sem við stöndum nú
frammi fyrir og hvort hinar róttæku hugmyndir taki núverandi skipan sérkennslu-
mála fram.
13 Sjá Frumvarp til laga um grunnskóla (drög) (1994:23) en þar stendur í greinargerð um 36. gr.: „Hefðbundin
notkun á hugtakinu „sérkennsla" er ekki notað í greininni enda væri það í mótsögn við þá stefnu um blöndun
sem áréttuð er í frumvarpinu og kveðið er á í lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992. Sérhæfð kennsluúrræði
af ýmsum toga verða þó alltaf til staðar til þess að framfylgja þeirri stefnu að allir nemendur eigi rétt á kennslu
við hæfi."
113