Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Síða 115

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Síða 115
JÓ HANNA G . KRISTJANSDOTTIR sem margir kannast við og er angi af stjórnunarlegri aðferð í heimi viðskipta. Kauffman (1993:12) telur að rannsóknir hafi ekki getað staðfest að þessar aðferðir beri þann árangur sem vonast var til. Við hverju má búast þegar árangur þessara aðferða fer að láta á sér standa? Álitamáþ er tengjast því hvar eigi að kenna, eru oft samofin álitamálum um hvað eigi að kemra. Hér er um afar mörg og flókin atriði að ræða sem næsta útilokað er að ákveða nema með einstaklinga í huga. Skipulag og námsefni sem hentar einum sé'rkennslunemanda er ekki alltaf það sem hentar öðrum, þótt stundum sé unnt að setja fram sameiginleg markmið fyrir nemendahópa að stefna að, kenna þeim sam- an og nota sama námsefnið fyrir þá alla. Bandarísk samtök, sem vinna að málefnum nemenda sem eiga við námserfiðleika að etja, hafa gert sér grein fyrir mikilvægi þess að þrengja ekki þá kosti sem nú bjóðast sérkennslunemendum. Yfirlýsingar þriggja slíkra samtaka um að þau styðji ekki heiltæku stefnuna birtust í einu víð- lesnasta tímaritinu um þessi mál á síðasta ári (Counsil for Learning Disabilities 1993). f stað þess að líta á vandann annaðhvort út frá nemandanum (orsök vairdamáls- ins er þar að finna) eða út frá kennaranum (þetta er hans vandamál) munu sem betur fer flestir, sem hafa kennslu með höndum, líta svo á að vandamálin tengist bæði náminu og einnig kennslunni og því sé leitað skýringa bæði hjá nemandanum (t.d. fötlun) og kennaranum eða skólanum (t.d. skipulag, kennsluaðferðir, viðhorf). Það sem raunverulega gerist í kennslustofunni er ávallt samofið úr þessum tveimur þáttum. Bæði í kennaranámi og kennslu fást kennarar við báða þættina, læra að sjá þá aðgreinda og samtengda - og læra að bregðast við þeim þegar árangur starfsins lætur á sér standa. Fullyrðingar í þá átt að kennarar skjóti sér undan ábyrgð að þessu leyti þurfa að vera vandlega rökstuddar. í drögum að frumvarpi til nýrra grunirskólalaga (1994) kemur fram að yfirvöld menntamála hér á íslandi hafa tileinkað sér sjónarmið heiltæku skólastefnunnar, a.m.k. að því leyti að orðið sérkennsla er ekki lengur talið nothæft. Samt virðist í frumvarpsdrögunum vera gert ráð fyrir sömu eða svipaðri þjónustu og þeirri sem hingað til hefur verið nefnd sérkennsla.13 í skýrslu nefndar um mótun menntastefnu (1994:101) er bent á nauðsyn náms- og kennslufræðilegrar greiningar og ennfremur bent á mikilvægi þess að gerðar séu sérstakar kennsluáætlanir í sérkennslu. Þessi atriði eru í andstöðu við sjónarmið heiltæku stefnunnar, a.m.k. sumra talsmanna hreyfingarinnar. Greinilegt er að stefna sérkennslumála er nú í mótun hjá opinberum aðilum. Þess vegna er afar mikilvægt að allir, sem telja sér málið skylt, kynni sér hugmyndir heiltæku stefnunnar og gefi sér tíma til að hugleiða kostina sem við stöndum nú frammi fyrir og hvort hinar róttæku hugmyndir taki núverandi skipan sérkennslu- mála fram. 13 Sjá Frumvarp til laga um grunnskóla (drög) (1994:23) en þar stendur í greinargerð um 36. gr.: „Hefðbundin notkun á hugtakinu „sérkennsla" er ekki notað í greininni enda væri það í mótsögn við þá stefnu um blöndun sem áréttuð er í frumvarpinu og kveðið er á í lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992. Sérhæfð kennsluúrræði af ýmsum toga verða þó alltaf til staðar til þess að framfylgja þeirri stefnu að allir nemendur eigi rétt á kennslu við hæfi." 113
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.