Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 129

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 129
KRISTINN BJORNSSON fjölskyldum en börnunum sjálfum. Þessi þróun varð erlendis og einnig fundum við sjálf nauðsyn þessa í daglegum störfum. Ný stefna, þar sem áhersla var lögð á fjöl- skyldumeðferð, varð mjög ráðandi. Ég minnist þess að á ráðstefnu í Noregi um þessar mundir tjáðu starfsfélagar mínir mér, að nú væri leikmeðferð ekki lengur notuð, en eina meðferðin sem umtalsverð væri á vegum sálfræðideilda væri fjöl- skyldumeðferð. Þessi bylgja hafði áhrif á starfsaðferðir okkar og sjónarmið, okkur varð ljóst að vert var að leggja meiri áherslu á allt umhverfi barnsins og fjölskyldu .þess. Ekki held ég þó að við höfum farið út í neinar öfgar hvað þetta varðar, heldur miðað aðferð við aðstæður í hverju tilviki. Stundum var rétt að ræða við nemand- ann einan, í öðrum tilvikum foreldra og nemanda saman eða jafnvel alla fjölskyld- una. Að vísu höfðum við notað fjölskylduviðtöl að einhverju leyti áður en þessi kenning kom til sögunnar þannig að þetta var ekki svo mikil nýjung fyrir okkur. Þróunin hefur síðar orðið sú að jafnvægi hefur náðst milli fjölskyldumeðferðar og einstaklingsmeðferðar og flestir fara nú meðalveginn. Hugmyndir um að færa starfið nær skólunum og sinna ekki aðeins einstakling- um sem vísað var til deildarinnar, voru alltaf vakandi, og meiri möguleikar voru til að gera það þegar starfsfólki fjölgaði, en það var þó fátt, 6-7 manns, til ársins 1975. Sú hugmynd kom fram að skipta sálfræðiþjónustunni í minni einingar, þrjár deildir, og um þetta gerði ég formlega tillögu til fræðsluráðs með bréfi 7. júlí 1972. Kostirnir við þetta voru einkum taldir þeir að sálfræðideild í hverjum borgarhluta væri þá nær skólunum, styttra að fara í heimsóknir þangað, styttra fyrir foreldra að leita til sálfræðideildar og nánari tengsl gætu myndast við skólana þegar hver ein- ing sálfræðiþjónustunnar yrði minni og bundin við takmarkaðra svæði. Þá sýndist okkur líka að ein sálfræðideild fyrir alla borgina yrði of stórt bákn, þungt í vöfum og erfitt að stjórna því. Líka mátti gera ráð fyrir að ólík sjónarmið og starfsaðferðir gætu betur nýst og fjölbreyttari reynsla fengist við það að deildirnar væru fleiri, en ekki öllu miðstýrt. Um þetta leyti var Hólabrekkuskóli á teikniborði arkitekta, og var þá lagt til að gert yrði ráð fyrir sérstöku húsnæði í skólanum fyrir sálfræðiþjónustuna. Þetta var gert, en deildin mun þó hafa verið sett niður í kjallara í stað þess að fá húsnæði á fyrstu hæð sem henni var ætlað á teikningunni. Svipaðri hugmynd um sérhannað húsnæði fyrir deildina í Austurbænum hreyfði ég þegar Hvassaleitisskóli var í byggingu, þótt deildin yrði svo í Réttar- holtsskóla. NÝ GRUNNSKÓLALÖG - AUKIN ÞJÓNUSTA Með nýjum grunnskólalögum, nr. 63 /1974, varbrotiðblað í þróun sálfræðiþjónust- unnar, því að þá var lögfest að til hennar skyldi stofnað og kostnaður skiptast til helminga milli ríkis og sveitarfélaga. Með þessu var fjárhagsgrundvöllur betur tryggður og því hægt að auka þjónustuna, enda kom nú fleira fagmenntað fólk frá námi og hægt var að ráða í allar stöður. Sálfræðideildin í Breiðholtshverfum tók til starfa 1974 fyrst í Fellaskóla en flutti síðar í Hólabrekkuskóla. Deildin í Réttarholts- skóla tók til starfa 1975. 127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.