Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 129
KRISTINN BJORNSSON
fjölskyldum en börnunum sjálfum. Þessi þróun varð erlendis og einnig fundum við
sjálf nauðsyn þessa í daglegum störfum. Ný stefna, þar sem áhersla var lögð á fjöl-
skyldumeðferð, varð mjög ráðandi. Ég minnist þess að á ráðstefnu í Noregi um
þessar mundir tjáðu starfsfélagar mínir mér, að nú væri leikmeðferð ekki lengur
notuð, en eina meðferðin sem umtalsverð væri á vegum sálfræðideilda væri fjöl-
skyldumeðferð. Þessi bylgja hafði áhrif á starfsaðferðir okkar og sjónarmið, okkur
varð ljóst að vert var að leggja meiri áherslu á allt umhverfi barnsins og fjölskyldu
.þess. Ekki held ég þó að við höfum farið út í neinar öfgar hvað þetta varðar, heldur
miðað aðferð við aðstæður í hverju tilviki. Stundum var rétt að ræða við nemand-
ann einan, í öðrum tilvikum foreldra og nemanda saman eða jafnvel alla fjölskyld-
una. Að vísu höfðum við notað fjölskylduviðtöl að einhverju leyti áður en þessi
kenning kom til sögunnar þannig að þetta var ekki svo mikil nýjung fyrir okkur.
Þróunin hefur síðar orðið sú að jafnvægi hefur náðst milli fjölskyldumeðferðar og
einstaklingsmeðferðar og flestir fara nú meðalveginn.
Hugmyndir um að færa starfið nær skólunum og sinna ekki aðeins einstakling-
um sem vísað var til deildarinnar, voru alltaf vakandi, og meiri möguleikar voru til
að gera það þegar starfsfólki fjölgaði, en það var þó fátt, 6-7 manns, til ársins 1975.
Sú hugmynd kom fram að skipta sálfræðiþjónustunni í minni einingar, þrjár
deildir, og um þetta gerði ég formlega tillögu til fræðsluráðs með bréfi 7. júlí 1972.
Kostirnir við þetta voru einkum taldir þeir að sálfræðideild í hverjum borgarhluta
væri þá nær skólunum, styttra að fara í heimsóknir þangað, styttra fyrir foreldra að
leita til sálfræðideildar og nánari tengsl gætu myndast við skólana þegar hver ein-
ing sálfræðiþjónustunnar yrði minni og bundin við takmarkaðra svæði. Þá sýndist
okkur líka að ein sálfræðideild fyrir alla borgina yrði of stórt bákn, þungt í vöfum og
erfitt að stjórna því. Líka mátti gera ráð fyrir að ólík sjónarmið og starfsaðferðir
gætu betur nýst og fjölbreyttari reynsla fengist við það að deildirnar væru fleiri, en
ekki öllu miðstýrt.
Um þetta leyti var Hólabrekkuskóli á teikniborði arkitekta, og var þá lagt til að
gert yrði ráð fyrir sérstöku húsnæði í skólanum fyrir sálfræðiþjónustuna. Þetta var
gert, en deildin mun þó hafa verið sett niður í kjallara í stað þess að fá húsnæði á
fyrstu hæð sem henni var ætlað á teikningunni.
Svipaðri hugmynd um sérhannað húsnæði fyrir deildina í Austurbænum
hreyfði ég þegar Hvassaleitisskóli var í byggingu, þótt deildin yrði svo í Réttar-
holtsskóla.
NÝ GRUNNSKÓLALÖG - AUKIN ÞJÓNUSTA
Með nýjum grunnskólalögum, nr. 63 /1974, varbrotiðblað í þróun sálfræðiþjónust-
unnar, því að þá var lögfest að til hennar skyldi stofnað og kostnaður skiptast til
helminga milli ríkis og sveitarfélaga. Með þessu var fjárhagsgrundvöllur betur
tryggður og því hægt að auka þjónustuna, enda kom nú fleira fagmenntað fólk frá
námi og hægt var að ráða í allar stöður. Sálfræðideildin í Breiðholtshverfum tók til
starfa 1974 fyrst í Fellaskóla en flutti síðar í Hólabrekkuskóla. Deildin í Réttarholts-
skóla tók til starfa 1975.
127