Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 28

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 28
„ HANN AFI MINN ER BÚINN AÐ FLYTJA SÉR AÐRA MOMMU" lenskum börnum en börnum flestra annarra þjóða, og líklegt að hún eigi einhvern þátt í því að þau virðast eiga auðveldara með að tileinka sér hugtök á þessu sviði en dönsk börn. Þessar niðurstöður eru Ióð á vogarskálar þeirra samvirknistefnumanna sem telja að það menningarsamfélag sem barnið elst upp í hafi mótandi áhrif á þróunar- ferli þess (sjá t.d. Butterworth og Bryant (ritstj.) 1990). Samkvæmt þeim er „... rea- soning ... generally based on types of culturally specific knowledge, whose repre- sentation is evoked by the appropriate context" (Butterworth 1992:7). Þær aðstæður sem samfélagið skapar börnum sínum og tryggja að þau tileinki sér þá þekkingu og gildi sem menning þess byggist á, móti jafnframt þróunarferli barnanna á margvís- legan hátt. Og tíðni er hér einnig talin skipta máli: „The relative frequency with which particular contexts are encountered will foster different skills" (Butterworth 1992:6). Fleiri niðurstöður úr þessari rannsókn renna stoðum undir þá skoðun að hug- takaþróun endurspegli að einhverju leyti sértæka reynslu barnanna og aðgang að því merkingarsviði sem um ræðir. Þannig standa stúlkurnar betur að vígi en dreng- irnir í skilningi á fjölskylduvenslum þó munurinn nái sjaldan að vera tölfræðilega marktækur. Alkunnugt er að leikir lítilla stúlkna snúast í ríkara mæli um fjölskyldu- líf o.þ.u.l. en leikir drengja. Þar fá þær tilefni til að æfa ýmis hlutverk innan fjöl- skyldunnar og hvernig þau tengjast og tvinnast saman. Ekki er ólíklegt að þessi reynsla eigi þátt í því að þær átta sig fyrr á þessu hugtakasviði en strákarnir. Þá kom fram þrálát tilhneiging til betri árangurs barnanna varðandi vensl í móðurætt en föður. (Sjá nánar í Hrafnhildur Ragnarsdóttir 1990), sem rímar vel við þá staðreynd að bæði íslensk og dönsk börn reyndust, þegar á heildina var litið, hafa meiri samskipti við móðurfjölskyldu sína en föðurfólkið. Niðurstöður þessarar rannsóknar styðja ótvírætt kenningar samvirknistefn- unnar um mikilvægi vitsmunaþroska fyrir hugtakaþróun með börnum. Þær upp- lýsingar sem börn fá í gegnum tungumálið um fjölskylduvensl virðast hins vegar ekki skipta sköpum í þróun hugtaka um fjölskylduvensl, a.m.k. ekki framan af, en rannsóknin leiðir í ljós athyglisverðar vísbendingar um hvernig menningarlegt um- hverfi og aðstæður í víðum skilningi hafa áhrif á þroskaferil þeirra. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.