Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Page 28
„ HANN AFI MINN ER
BÚINN AÐ FLYTJA
SÉR AÐRA
MOMMU"
lenskum börnum en börnum flestra annarra þjóða, og líklegt að hún eigi einhvern
þátt í því að þau virðast eiga auðveldara með að tileinka sér hugtök á þessu sviði en
dönsk börn.
Þessar niðurstöður eru Ióð á vogarskálar þeirra samvirknistefnumanna sem
telja að það menningarsamfélag sem barnið elst upp í hafi mótandi áhrif á þróunar-
ferli þess (sjá t.d. Butterworth og Bryant (ritstj.) 1990). Samkvæmt þeim er „... rea-
soning ... generally based on types of culturally specific knowledge, whose repre-
sentation is evoked by the appropriate context" (Butterworth 1992:7). Þær aðstæður
sem samfélagið skapar börnum sínum og tryggja að þau tileinki sér þá þekkingu og
gildi sem menning þess byggist á, móti jafnframt þróunarferli barnanna á margvís-
legan hátt. Og tíðni er hér einnig talin skipta máli: „The relative frequency with
which particular contexts are encountered will foster different skills" (Butterworth
1992:6).
Fleiri niðurstöður úr þessari rannsókn renna stoðum undir þá skoðun að hug-
takaþróun endurspegli að einhverju leyti sértæka reynslu barnanna og aðgang að
því merkingarsviði sem um ræðir. Þannig standa stúlkurnar betur að vígi en dreng-
irnir í skilningi á fjölskylduvenslum þó munurinn nái sjaldan að vera tölfræðilega
marktækur. Alkunnugt er að leikir lítilla stúlkna snúast í ríkara mæli um fjölskyldu-
líf o.þ.u.l. en leikir drengja. Þar fá þær tilefni til að æfa ýmis hlutverk innan fjöl-
skyldunnar og hvernig þau tengjast og tvinnast saman. Ekki er ólíklegt að þessi
reynsla eigi þátt í því að þær átta sig fyrr á þessu hugtakasviði en strákarnir.
Þá kom fram þrálát tilhneiging til betri árangurs barnanna varðandi vensl í
móðurætt en föður. (Sjá nánar í Hrafnhildur Ragnarsdóttir 1990), sem rímar vel við
þá staðreynd að bæði íslensk og dönsk börn reyndust, þegar á heildina var litið,
hafa meiri samskipti við móðurfjölskyldu sína en föðurfólkið.
Niðurstöður þessarar rannsóknar styðja ótvírætt kenningar samvirknistefn-
unnar um mikilvægi vitsmunaþroska fyrir hugtakaþróun með börnum. Þær upp-
lýsingar sem börn fá í gegnum tungumálið um fjölskylduvensl virðast hins vegar
ekki skipta sköpum í þróun hugtaka um fjölskylduvensl, a.m.k. ekki framan af, en
rannsóknin leiðir í ljós athyglisverðar vísbendingar um hvernig menningarlegt um-
hverfi og aðstæður í víðum skilningi hafa áhrif á þroskaferil þeirra.
26