Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 98
SAMRÆMD LOKAPRÓF GRUNNSKÓLA
Mat á sérhæfi byggir á áreiðanleika prófhlutanna. Hluti af þeirri dreifingu sem
ekki er sameiginleg öðrum prófhlutum er tilkominn vegna mælingarvillu og því
ekki sérhæf fyrir prófhlutann. Því þarf að meta þá dreifingu hvers prófhluta sem er
áreiðanleg og athuga hve mikið af þeirri dreifingu er ekki sameiginleg öðrum próf-
hlutum.
Áreiðanleiki kjarna 1 í samræmdu prófi í stærðfræði var metinn út frá svörum
1.028 nemenda við einstökum atriðum. Áreiðanleiki annarra prófhluta í stærðfræði
var metinn út frá upplýsingum um fjölda réttra atriða á hverri blaðsíðu í prófheft-
inu í stærðfræði fyrir alla nemendur sem tóku samræmd próf þetta vor.
Áreiðanleiki fyrir kjarna 1 reyndist vera 0,89 miðað við a-stuðul, hvort sem
reiknað var út frá einstökum atriðum eða niðurstöðutölum blaðsíðna í prófheftinu.
Því var ákveðið að meta áreiðanleika kjarna 2 á grundvelli niðurstöðutalna ein-
stakra blaðsíðna, sbr. Töflu 6. Áreiðanleiki algebruhlutans er byggður á aðeins
tveimur blaðsíðum og er því ekki reiknað sérhæfi fyrir þann prófhluta. Ekki var að-
gangur að einstökum atriðum í íslenskuprófinu. Því var brugðið á það ráð að kanna
Tafla 6
Áreiðanleiki, sérhæfi og sameiginleg dreifing prófhluta
í samræmdum prófum vorið 1991
Prófhluti Áreiðanleiki Sameiginleg dreifing Sérhæfi
Stærðfræði 0,94 62,4% 31,6%
Kjarni 1 0,89 74,4% 14,6%
Kjarni2 0,86 80,1% 5,9%
Daglegt líf 0,91 71,1% 19,8%’
Algebra 0,73* ** 67,0%
Islenska 0,91 54,6% 36,4%
Sérhæfi er athugað með því að finna hve mikið aðrir prófhlutar skýra
af dreifingu hvers og eins prófhluta og draga þá stærð frá a-stuðli. Sér-
hæfi íslenskuprófs er byggt á skýringu kjarna 1, kjarna 2 og algebru og
sérhæfi stærðfræðiprófs byggist á skýringu allra prófhluta í íslensku-
prófi.
* Byggt á úrvinnslu þar sem daglegt líf kemur í stað algebru.
** Áreiðanleiki er byggður á niðurstöðutölum tveggja blaðsíðna og
verður því að túlkast með varúð.
96