Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Blaðsíða 66
SKIPT UM SKOÐUN
verið skipulagt með það að leiðarljósi að halda sem flestum leiðum opnum við
stofnun nýrra námsbrauta eða skóla og sjá til þess að flutningur, jafnvel á milli
ólíkra brauta, sé auðveldur. Það er því forvitnilegt nú að athuga hve mikið er um að
nemendur flytjist á milli brauta, sem eru ólíkar að uppbyggingu, og reyna að meta
hve mikilvægt það er að láta þessa grundvallarhugmynd um opið kerfi ráða ferð-
inni enn um sinn. Það er einnig vert að athuga hverjir eru líklegastir til að flytja sig,
hvaðan þeir fara og hvert straumarnir liggja. Til þess að svara spurningum um
flutninga á milli brauta verða hér skoðuð gögn um fæðingarárganginn 1969, en fyrir
liggja heildstæðar upplýsingar um námsferil hans í framhaldsskóla.1
I þessari athugun á flutningi á milli námsbrauta í framhaldsskóla eru brautirnar
einungis flokkaðar í þrennt: stúdentsbrautir, iðnnámsbrautir og aðrar starfsnáms-
brautir. Svipaða athugun hefði auðvitað mátt byggja á mun fíngerðari flokkun
brautanna.
Margt ber því vitni að við uppbyggingu framhaldsskólakerfisins og þó einkum
fjölbrautakerfisins undanfarin ár hefur mikið verið reynt til að greiða fyrir flutningi
nemenda á milli brauta. Jafnvel má vera að þetta atriði hafi ráðið meiru en nokkuð
annað í mótun náms á framhaldsskólastigi síðustu áratugi (Jón Torfi Jónasson
1992a). í greinargerð með lögum sem heimiluðu rekstur sameinaðs framhaldsskóla
sem eins konar tilraunaskóla segir (Frumvarp til laga um stofnun sameinaðs fram-
haldsskóla 1971):2
Sameining sem flestra námsbrauta í einni skólastofnun auðveldar mjög flutning
milli námsbrauta og eykur þannig tækifæri nemenda til að velja sér endanlegan
námsferil og starfsferil við sitt hæfi.
Þessi hugsun er enn höfð að leiðarljósi við samningu heildarlaga um framhalds-
skóla. I frumvarpi, sem lagt var fram á þingi veturinn 1976-1977, segir í kafla um
námsskipan:
Aföllum námsbrautum skulu vera leiðir til framhaldsnáms, annaðhvort beinareða
með skilgreindri viðbót námsáfanga. Með sama hætti skulu og markaðar sem greið-
astar leiðir milli námsbrauta (Frumvarp til laga um framhaldsskóla 1976-
1977: 7. gr.).
í athugasemd við þessa grein segir (bls. 2554):
Hér er vikið að tveimur undirstöðuatriðum sem endurskoðun náms á framhalds-
skólastigi beinist að m.a., p.e. að tryggja að engin námsleið verði blindgata og að
auðvelda samgöngur á milli brauta á stiginu, en þessi markmið eru hvort öðru
tengd.
1 Á vegum menntamálaráðuneytisins var gerð ítarleg könnun á námsferli fólks sem fæddist árið 1969. Fyrst og
fremst var athugaður ferill í framhaldsskóla og hér er unnið áfram úr þeim gögnum (Jón Torfi Jónasson og
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir 1992). Sjá m.a. kafla 3.3.3 þar sem sú flokkun sem hér er lögð til grundvallar er
rædd. Tölurnar eru hér ekki alltaf nákvæmlega þær sömu því bætt var við í þessari greiningu skráningum Hag-
stofu íslands fyrir skólaárið 1990-1991, en á þeim skráningum var öll flokkun á brautir byggð. Skráningar frá
skólum voru tiltækar allt til vorsins 1991 og eru þær sömu og fyrr en þær veita upplýsingar um feril og náms-
lok.
2 í sjálfum lögunum er skólinn nefndur fjölbrautaskóli.
64